Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 35
LÆKNANEMINN
33
tímis viðburðum. Viðauki 1735—
40 er eftir ókunnan höfund; Hít. V.
Hv: Hvammsannáll 1707—1738.
Skráð hefur séra Þórður Þórðar-
son (1684—1739) í Hvammi í Döl-
um. Nú aðeins til í afriti frá um
1780, líklega eftir frumritinu.
III. bd.
V.I: Vatnsfjarðarannáll hinn
elzti 1395—1654. Skráð hefur séra
Jón Arason (1606—1673). Upp-
hafið afrit af Sk., en sjálfstæður
eftir 1645. Eiginhandarrit, gefið út
með viðbótum úr afriti Sigurðar
Jónssonar ritara Jóns Arasonar.
V.I.V: Viðauki Vatnsfjarðar-
annáls h. elzta 1655—1661. Skráð
hefur séra Sigurður Jónsson (1631
—1665) í Ögurþingum.
V.II: Vatnsfjarðarannáll hinn
yngri 1614—1672. Skráð hefur
séra Guðbrandur Jónsson (1641—
1690) í Vatnsfirði. Hann hefur
notað Sk. til 1640, S. 1641—46 og
V.I. 1647—1653, en frá 1656 er
V.II. sjálfstæður. Hann er nú að-
eins til í afriti séra Jóns Þórðar-
sonar á Söndum, frá því um 1706
—1707, sem er mikið skaddað af
eldi og vantar nú í ár 1654 og
1655.
Holts: Annálsgreinar séra Sig-
urðar prófasts Jónssonar í Holti í
Önundarfirði 1673—1705. Höfund-
ur S.J. (1643—1730). Afrit, sama
handrit og V.II.
B: Baílarárannáll 1597—1665.
Höfundur er Pétur lögréttumaður
Einarsson (1597—1666) á Ballará.
B. er sjálfstæður frá upphafi til
enda, einskonar æviannáll.
E: Eyrarannáll 1551—1703.
Skráð hefur Magnús sýslumaður
Magnússon (1630—1704) á Eyri í
Seyðisfirði. Hann hefur notað
þessar heimildir: Sk., Bisk.a, S.,
V.I, V.I.V, VII, en er sjálfstæður
eftir 1672.
Hólsa: Annálsgreinar Árna lög-
sagnara Magnússonar á Hóli í Bol-
ungarvík 1632—1695. Eiginhand-
arrit Á.M. (um 1625—1698).
Gr: Grímsstaðaannáll 1680—
1764 ásamt ýmsu úr annálasam-
steypu höfundarins 1402—1679.
Eiginhandarrit Jóns lögréttu-
manns Ólafssonar (1691—1765) á
Grímsstöðum í Breiðavík, en það
vantar nú árin 1726—32. Úr ann-
álasamsteypunni eru prentaðar
þær sagnir, sem ekki eru áður
prentaðar, og virðast þær flestar
úr hinum upphafl. F.
IV. bd.
Setb: Setbergsannáll. Útdráttur
1202—1713. Eiginhandarrit Gísla
Þorkelssonar (1676—1725) á Set-
bergi við Hafnarfjörð, skráð 1715.
Mestur hluti Setb. er samsteypa
úr eldri ritum og heimildirnar oft-
ast orðrétt afritaðar. Þær helztu
eru glatað handrit af Sk. og mik-
ið fyllra handrit af F en nú eru
varðveitt. Prentað er allt það inn-
lenda efni, sem ekki hefur áður
verið gefið út.
Sjáv: Sjávarborgarannáll. Út-
dráttur 1389—1729. Að mestu
eiginhandarrit Þorláks stúdents
Markússonar (um 1692—1736) í
Gröf & Höfðaströnd og síðar í
Sjávarborg. Hann hóf að rita þá
1727, og frá 1728 ritaði hann sam-
tíma viðburðum. Þorlákur notaði
fjölda heimilda, þar á meðal 3—4
nú glataða annála, Gufudalsannál,
Grindavíkurannál, annál séra
Sveins Símonarsonar og sennilega
sunnlenzkan annál. Úr þessum
annálum er prentað allt efni, en úr
öðrum heimildum aðeins það, sem
ekki hefur komið áður í annálun-
um.
Ölf: Ölfusvatnsannáll 1717—
1762. Skráð hefur Sæmundur lög-
réttumaður Gissurarson (um 1698