Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 39
LÆKNANEMINN
35
Magnús Kjartansson,
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra,
svarar spurningum Lœknanemans
Hvaöa hlutverki telurðu, að
Lœknadeild Háskóla Islands eigi
að gegna?
Læknadeildin á að veita íslend-
ingum grunnmenntun í læknavís-
indum, sem þeir þurfa á að halda.
Læknastéttin getur fylgzt með því,
sem er að gerast á þessum sviðum
og aðstoðað við skipulagningu
læknisþjónustunnar, þannig að
hún verði í samræmi við þarfir al-
mennings. Auk þess tel ég, að
læknadeildin verði að vinna að
vissum rannsóknar- og vísinda-
störfum eins og hægt er við þær
aðstæður, sem eru hér á landi.
Okkur nemendum í deildinni sýn-
ist, að mikil togstreyta sé milli
kennara í deildinni, því sumir
þeirra telja, að ekki eigi að kenna
nema 20 til 25 manns á ári og ótt-
ast mjög, að árgangarnir verði
sífellt stœrri og stœrri. Aðrir sjá
þörf í miklu fieiri lœknum.
Því hefur alltaf verið haldið
fram opinberlega öðru hverju, að
við værum að útskrifa of marga
lækna; seinast í fyrra, held ég.
Þessi kenning er röng. Það er
löngu Ijóst, að það er læknaskort-
ur á íslandi. Ástæðan er, að illa er
búið að læknadeildinni. Hún liefur
ekki haft aðstöðu til að kenna
nægilega mörgum. En ég geri mér
vonir um, að úr þessu verði bætt á
næstunni, og það eru að koma
stærri árgangar núna.
Stúdentum hefur orðið starsýnt
á ákvæði t reglugerð deildarinnar,
sem leyfa takmörkun við 2j ?
Ég er alveg á móti þessu ákvæði.
Hins vegar er á valdi menntamála-
ráðherra að beita því, en mér
skilst, að núverandi menntamála-
ráöherra hugsi sér alls ekki aö
beita þessu ákvæði á nokkurn hátt,
og einnig skilst mér á háskóla-
rektor, að hann telji þörf á að út-
skrifa fleiri lækna en gert liefur
verið.
Það mun vera á valdi deildar-
innar að breyta þessu ákvœði?
Já, ef ráðherra samþykkir. En
eru ekki meirihlutaviðhorf í deild-
inni andstæð breytingunni ?
Jú, það söðlaðist um á einu at-
kvœði, eftir að einn deildarfund-
armanna hafði brugðið sér frá.
Að minni hyggju er enginn vafi
á því, að þessar takmarkanir hafa
verið byggðar á algerlega röngum
forsendum.
Nú munu ákvœðin þannig til
komin, að deildin taldi sig ekki
örugga um að fá aðstoð frá ríkis-
valdinu.
Ég tel, að læknadeildin hafi ver-
ið allt of hlédræg í því að gera
kröfur til ríkisvaldsins. Mér er
fullkunnugt um, að þarna eru
stofnanir, sem eiga ákaflega erfitt
með að bæta við sig nemendum,
vegna þrengsla og erfiðra að-
stæðna. En það er skylda deildar-
innar að gera þær kröfur til ríkis-