Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 109
LÆKNANEMINN
95
Svo virðist sem sjúklegar breyt-
ingar sé oftar að finna í carotis-
æðum en vertebralæðum. Langoft-
ast eru hinar sjúklegu breytingar
atheroma, og vert er að hafa í
huga, að meiðsli geta verið með-
virkandi þáttur. Þannig hefur ó-
tímabær þrenging á carotis sézt í
annars heilbrigðum manni, er gaf
sögu um alvarlega kyrkingartil-
raun 3 árum áður en einkenni hans
byrjuðu. Missmíðar á carotisæð
geta bæði valdið truflun á blóð-
flæði og einnig aukið líkur á
ótímabærri atherosclerosu.
Skemmdin, þ.e. þrengingin á caro-
tisæð, er yfirleitt staðsett rétt of-
an við bifurcationina, og því vel
aðgengilegt fyrir skurðaðgerð.
Sömu sjúklegu breytingar eru á
ferðinni í vertebralisæðum, og oft-
ast er æðin þrengd eða lokuð rétt
við upptök hennar (þeirra). En
hér bætist við, að oft koma ein-
kenni frá æðinni vegna þess, að
hún klemmist af beinsprota einsog
við cervical spondylosis. Vert er
að minnast á svonefnt subclavian-
steal syndrome, er verður til þann-
ig, að subclaviaæð þrengist proxi-
malt við upptök vertebralisæðar
með þeim afleiðingum, að blóði,
sem berst upp til heilastofns eftir
gagnstæðri vertebralisæð, er í æ
ríkara mæli beint niður hina verte-
bralis-æðina og út í handlegg og
til þeirrar hliðar. Mest er þetta
áberandi við áreynslu, og koma þá
fram margháttuð einkenni frá
heilastofni auk höfuðverkjar í
hnakka.
Breytingar í carotisæð geta gef-
ið sig til kynna með margvíslegu
móti, og eru hreint ekki alltaf auð-
þekktar. og raunar er undravert,
hversu oft þetta birtist sem heila-
blóðfall og um algera lokun á æð-
inni er að ræða, án þess að nokkur
saga sé um einhver fyrri einkenni.
Oftar er þó myndin sú, að sjúkl-
ingur hefur verið að fá lítil heila-
blóðföll og hefur jafnað sig vel,
en þó ekki fyllilega eftir hvert
þeirra, og hefur því um síðir all-
mikil einkenni, þótt algert meiri-
háttar heilablóðfall hafi aldrei orð-
ið. Þá eru tímabundnar blóðrásar-
truflanir vegna emboli frá carotis
þrengingu algengar, og raunar það,
sem oftast kemur mönnum á spor-
ið. Þá getur carotis þrenging legið
að baki hægfara heilablóðfalli, og
loks getur myndin verið hægfara
og vaxandi um nokkrar vikur eða
mánuði, svo að ógreinanlegt verð-
ur kliniskt frá æxli.
í sambandi við skoðun vildi ég
minna á fáein atriði. I 60% tilfella
af carotis-þrengingu heyrist óhljóð
yfir æðinni, en rétt er auðvitað að
minnast þess, að óhljóð getur
heyrzt yfir æðinni, sem reyndar
væri komið frá hjarta eða öðrum
æðum í hálsinum. Raunverulega
gæti verið aðeins um blóðleysi að
ræða. Verður þá að reyna að átta
sig á, hvar óhljóðið heyrist hæst
og hvort það er samhljóma öðrum.
Það getur hjálpað til að átta sig
á sláttarstyrkleika í carotisæðun-
um innbyðis að átta sig á, hvort
munur er á radialisslætti og mæla,
hvort blóðþrýstingur er jafn í báð-
um handleggjum. Þá má þess geta,
að þrýstingsmælingar í augnbotna-
æðum sem og dermografia geta
gefið upplýsingar um misjafnt
rennsli um carotisæðar. Því miður
er þó síðari rannsóknin oft jafn
jákvæð, þótt þrengingin væri í
miðcerebral-æð.
Subclavian-steal syndrome grein-
ist kliniskt með því að heyra óhljóð
yfir æðinni og með því að fram-
kalla heilastofnseinkenni með beit-
ingu handleggs. Það er og minnk-
aður radialissláttur og lægri blóð-
þrýstingur.