Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 124
108
LÆKNANEMINN
Mynd 1: Wilhelm Conrad Röntgen
þróazt í eitt hið þýðingarmesta
sjúkdómsgreiningartæki innan
læknisfræðinnar. Við hliðina á
eðlilegri jónandi geislun, t. d. frá
radium eða síðar geislavirkum
samsætum, eins og geislavirku
kobolti, var röntgengeislunin lengi
vel eina meðferðin við krabba-
meini og öðrum æxlissjúkdómum
auk skurðlæknisaðgerða. Á því
sviði eygjum við að vísu nú mikl-
ar breytingar, en röntgengeislun
mun þó áfram skipa sess í þeim
lækningum, jafnframt því sem
ekki verður séð fyrir endann á
þeirri gífurlegu þróun, sem hefur
verið og er alltaf að gerast í
röntgengreiningu.
Wilhelm Conrad Röntgen fædd-
ist 27. marz 1845 í smábænum
Lennepp, skammt frá Dússeldorf
nálægt Rín. Hann fluttist barnung-
ur með foreldrum sínum til Hol-
lands og sótti skóla í Utrecht, en
lauk af einhverjum orsökum ekki
stúdentsprófi þar. Komst þó inn í
háskóla í Zurich í Sviss og lauk
þaðan prófi 1868 í vélaverkfræði.
Röntgen vakti snemma athygli
kennara sinna og samstarfs-
manna vegna einstakrar samvizku-
semi og nákvæmni í öllum vísinda-
legum tilraunum og sérstakri hug-
kvæmni við að hanna slíkar til-
raunir, og var það sérstaklega pró-
fessor Kundt í Zúrich, sem hélt
verndarhendi sinni yfir honum, og
fylgdi Röntgen Kundt næstu 10
árin til starfa við ýmsa þýzka há-
skóla, en 1879, 34 ára gamall, varð
hann prófessor í eðlisfræði við há-
skólann í Giessen. Þar dvaldist
Röntgen í 9 ár, unz hann var kall-
aður sem prófessor til eðlisfræði-
stofnunarinnar í Wúrtzburg. Þessi
stofnun hefur þannig öðlazt nokk-
ur söguleg tengsl við læknisfræð-
ina, þar eð það var þar, sem
Röntgen uppgötvaði röntgengeisl-
ana 7 árum seinna.
Röntgen var í Wúrtzburg í 12
ár og kunni ákaflega vel við sig.
Hann hafði mikið rannsóknar-
frelsi og vann á þessum árum
mörg tilraunaverk innan raf-
magnseðlisfræðinnar, sem út af
fyrir sig hefðu nægt til að halda
nafni hans á lofti innan sögu eðl-
isfræðinnar, þótt uppgötvun
röntgengeislanna hefði ekki komið
til.
I lok 19. aldarinnar voru við
flestar eðlisfræðistofnanir gerðar
umfangsmiklar rannsóknir og til-
raunir á þeim úrhleðslufyrirbær-
um, sem verða, þegar þynnt loft-
tegund verður fyrir áhrifum raf-
sviðs. Tækjabúnaðurinn við þess-
ar rannsóknir var venjulega gler-
hólkur, sem brætt hafði verið inn
í tveimur rafskautum úr málmi,
lofttæmidæla, og til rafspennu-
myndunar var notað svonefnt
neistainductorium eða spankefli.
Háspennuna frá slíku rafkefli var
oft erfitt að mæla og skammta ná-