Læknaneminn - 01.03.1972, Side 121
LÆKNANEMINN
105
Mynd 12: Arteriosclerosis cerebri. 67 ára karlmaður með margvísleg
einkenni frá miðtaugakerfi. Æðar fyllast seint, og betri fylling en
sú, er myndin sýnir, fæst ekki. Áberandi æðafátækt og þunnar meg-
inæðar. Annað teikn um arteriosclerosis cerebri frá radiologiskum
sjónarhóli.
heldur tafið hana verulega. Við
myndum auðvitað vera bjartsýnni
um árangur blóðþynningar, ef við
uppgötvuðum sjúkdóminn áður en
hann hefði valdið miklum augljós-
um einkennum, og okkur myndi
leyfast að álykta, að blóðþynning-
in gæti e.t.v. hindrað lokun æða
um eitthvert skeið. En lokun æða
vegna thrombosu og/eða emboli
er aðeins hluti þess, sem er að
gerast. Æðaþykknunin og rýrnuð
diffusion heldur áfram, og því
halda taugafrumurnar hægt og
bítandi áfram að týna tölunni.
— * —
SAMANTEKT
Fjallað hefur verið um orsakir,
greiningu, horfur og meðferð við
heilablóðfalli í ýmsum myndum.
Rannsóknir hafa verið gerðar að
að taka rannsóknir einu skrefi
lengra, til þess að útiloka allt slíkt
með meiri vissu. Það er einnig
skiljanlegt, að þraukað sé af meiri
hörku við meðferð hjá yngra fólk-
inu, þótt greiningin verði arterio-
sclerosis cerebri. Gallinn er hins-
vegar sá, að raunhæf meðferð er
hér engin fremur en hjá eldra fólk-
inu, þótt margir freistist til að
beita blóðþynningu og verði hreint
ekki áfelldir fyrir það. Fyrirbyggj-
andi meðferð, hvort heldur er með
lyfjum eða hollari lífsvenjum eða
hvorutveggja, er það, sem mestu
máli skiptir. Útbreiddum orðnum
breytingum í æðakerfi kunnum við
ekki að umsnúa. Jafnvel þótt við
kæmumst eftir þessum sjúkdómi,
meðan einkenni hans væru enn
takmörkuð, einsog reyndar oftast
er, virðist svo sem engin meðferð
fái stöðvað framvindu hans né