Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 57
LÆKNANEMINN
51
SÆMUNDUR
KJARTANSSON,
læknir:
Ætlunin er að lýsa mjög' stuttlega fjórum sjúkdómstilfellum og birta síðan
niðurstöður í næsta blaði. Þessir 4 húðsjúkdómar hafa allir praktiska þýðingu,
að vísu mismunandi mikla, og prentist myndirnar vel, þá eru þær mjög einkenn-
andi fyrir viðkomandi sjúkdóma.
Gefnar eru differential diagnosur. Rétta sjúkdómsgreiningin þarf þó ekki
endilega að vera ein af þeim. Myndirnar, sem eru á síðunni hér á móti, eiga svo
við textana eins og númerin sýna.
1. Sjúklingurinn var 46 ára karlmaður með svæsin blöðruútbrot á höndum,
og hafði hann haft útbrot í 4 daga, þegar myndin var tekin, og farið versnandi.
Hafði samtímis fengið útbrot á andliti miklu vægari. Talsverður kláði. Aldrei
teljandi útbrot áður. Reglusamur á áfengi og hafði ekki verið í sól síðustu daga.
Vann innivinnu við að líma. saman tvöfalt einangrunargler, og var notað til þess
epoxy-resin lím.
Skoðun: Svæsin vesico-bullous útbrot á handarbökum, engin útbrot í lófum.
Rauðleit, dálítið oedematous, útbrot í andliti, aðallega í kringum augu.
Rannsóknir: Blóðstatus og almenn þvagrannsókn eðlileg.
Diagnosis:
1. Porphyria cutanea tarda
2. Contact dermatitis
3. Erythema muitiforme bullosum
4. Dermatitis medicamentosa
2. Sjúklingurimi var 22 ára karlmaður og hafði haft svæsinn kláða í 4
vikur, meira og minna um allan líkamann, einkanlega á kvöidin og næturnar.
Hann hafði fengið Synalar áburð og 3 tegundir af ofnæmistöflum með litlum
árangri. Aldrei teljandi útbrot áður. Almennt stálhraustur.
Skoðun: Lítið að sjá á bol og útlimum nema smávegis excoriationir. Papúlur,
vesicúlur, pustúlur, afrifur og hrúður á genitalía. Ekki sáust lýs eða maurar. Smá-
vegis eitlastækkanir fundust á hálsi og í nárum.
Rannsóknir: Blóðstatus var eðlilegur.
Diagnosis:
1. Scabies
2. Syphilis
3. Pediculosis pubis
4. Hodgkins sjúkdómur
3. Sjúklingurinn var 1% árs stúlka. Um 4 mánaða aldur fóru að myndast
þykkiidi í húðinni á nokkrum stöðum, gulbrúnleit á lit og stækkuðu smám saman.
Um 6 mánuðum eftir að myndin var tekin, höfðu hnútarnir heldur minnkað og
engir nýir bætzt við. Barnið var hraust.
Skoðun: Gulleitir og gulbrúnleitir tumorar frá ca. 5-10 mm í þvermál á
höfði 'og bol, alls 8 lesionir. Skoðun a.ö.l. eðliieg.
Rannsóknir: Blóðstatus eðlilegur. Lungnamynd eðlileg.
Diagnosis:
1. Urticaria pigmentosa
2. Neurofibromatosis
3. Nevoxantho-endothelioma
4. Hemangioma