Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 158
136
LÆKN ANEMINN
ast til þess, að slíkir dómstólar
geti dregið ályktanir um svo sér-
fræðileg efni.
Frönsku læknasamtökin hafa
staðið í samningum við ríkistrygg-
ingarnar um eins konar slysa-
tryggingu fyrir sjúklinga, sem
hljóta miska og rýrða starfsgetu
vegna læknisaðgerða. Slík tjón
geta hlotizt í sambandi við eðli-
legar og viðurkenndar læknisað-
gerðir, þannig að læknirinn yrði
ekki talinn skaðabótaskyldur, en
sjúklingurinn þarfnast að sjálf-
sögðu hjálpar í slíkum tilvikum,
ekki síður en þegar læknirinn á
sök á slysinu. Verði hins vegar
um að ræða mistök, sem læknir-
inn á sök á, eiga tryggingarnar
endurkröfu á lækninn. Með þessu
fyrirkomulagi skapast miklu síð-
ur óvild og tortryggni milli sjúkl-
inga og lækna, heldur en þegar
málaferlin og skaðabótakröfurnar
fara beint fram milli þessara að-
ila.
Sjúkrahústryggingar
Á fundi AÍþjóðasamtaka lækna
var einnig stungið upp á því, að
sjúklingum ætti að gefast kostur
á að kaupa sérstakar tryggingar,
þegar þeir fara inn á sjúkrahús,
þ. e. skammtímatryggingar, líkt
og ferðatryggingar. Flestum sýnd-
ust allmiklir annmarkar á þessari
nýtízkulegu hugmynd.
Á fundinum kom fram sú skoð-
un, að ekki væri réttlátt að gera
lækna fébótaskylda í sambandi við
ónákvæmni í sjúkdómsgreiningu
eða mati á sjúkdómshorfum, og
ekki heldur þótt eigi næðist algjör-
lega það mark, sem stefnt væri að
með ákveðinni læknisaðgerð. I
þessu sambandi bæri að líta á, að
læknisfræðin í heild er ekki ná-
kvæm vísindi. Talið var, að læknar
ættu fyrst og fremst að vera ábyrg-
ir, ef þeir sýndu vanrækslu í starfi
eða ótilhlýðilega vanþekkingu.
Bent var á, að þeir læknar, sem
helzt verða fyrir skaðabótakröf-
um, eru sérfræðingar í bæklunar-
sjúkdómum, sköpulagsaðgerðum,
almennum handlækningum og
kvensjúkdómum. Varað var við
þeirri röngu hugmynd, að unnt
væri að veita áhættulausa læknis-
þjónustu, slíkt væri ekki til og
mætti ekki vænta þess í náinni
framtíð.
Breytileg sjónarmið
— ör þróun
Eins og áður var tekið fram, er
eitt af meginatriðunum í Alþjóða-
siðareglum lækna, að læknum beri
að greiða sjúklingum sínum veg til
hinna beztu úrræða, sem læknis-
fræðin hefur yfir að ráða. Nú er
það svo, að úrræði þessi breytast
frá einum tíma til annars, frá ári
til árs, og jafnvel á skemmri tíma
en einu ári. Ábyrgð lækna til að
framfylgja þessari skyldu breytist
óðfluga, þegar sá þekkingarforði,
sem notaður er við læknisstörf,
eykst með svo miklum hraða sem
gerzt hefur á undanförnum árum.
Ef borið er saman, hvernig læknis-
fræðileg þekking eykst nú á dög-
um og hvernig aukning hennar var
fyrr á öldum, þá er talið, að á sex
öldum, frá 1100 til 1700, hafi
læknisfræðileg þekking tvöfald-
azt, frá 1700 til 1850 hafi hún aft-
ur tvöfaldazt, frá 1940 til 1955
hafi sú þekking, sem notuð er við
læknisfræðilega þjónustu, tvöfald-
azt, og nú frá 1955 til 1970, þ. e.
á 15 árum, hafi hún enn tvöfaldazt,
og gert er ráð fyrir, að í náinni
framtíð muni þekking sú, sem not-
uð er við læknisfræðileg störf,
tvöfaldast á 10 til 15 ára fresti.
Það er því mikils um vert að skapa
aðstæður, þar sem hin nýja þekk-