Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 127

Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 127
LÆKN AN EMINN 111 X-geislanna, þ. e. a. s. eiginleik- um þeirra til sundurbrots sam- einda, bæði í lofti og öðrum efnum, og þeirra rafhleðslufyrirbæra, sem þar eru samfara, og urðu til að gefa þessari tegund geislunar inn- an eðlisfræðinnar nafnið jónandi geislun. Þessar athuganir urðu undirstaðan undir þeim mæliað- ferðum, sem síðar voru fundnar til að mæla nákvæmlega þessa geisl- un, og eru í vissum tilvikum notað- ar enn í dag. Fyrirlestri sínum 23. janúar 1896 lauk Röntgen með því að taka röntgenmynd af hendi fundarstjórans, sem var von Koelliker, prófessor í líffærafræði við háskólann í Wiirtzburg. Þessi mynd var framkölluð þegar í stað og sýnd fundarmönnum, en for- setinn ávarpaði Röntgen í háfleyg- um og rómantískt þrungnum ger- mönskum stíl, sem var einkenni þess tíma, og komst þannig að orði um leið og hann benti á mynd- ina af hendi sér, að „hér væri hin útrétta hendi, sem tengdi læknis- fræði og eðlisfræði“, en lauk síð- an máli sínu með því að stinga upp á því, að X-geislarnir yrðu þaðan af nefndir röntgengeislar. Svo varð um alla Evrópu, en allt fram á þennan dag hefur í engil- saxneskum heimi nafnið X-geislar verið ríkjandi. Það væri forvitnilegt rannsókn- arefni að kanna, hverju hin geysi- legu viðbrögð bæði leikra og lærðra við uppgötvun Röntgens sættu, en það er skemmst frá að segja, að nokkur leki komst að stjórn eðlisfræðingafélagsins í Wiirtzburg eftir að Röntgen hafði sent fyrstu tilkynningu sína þang- að, ogfrá VínarblaðinuPressefékk Lundúnablaðið Standard fréttina um geislana 5. janúar 1896, og sendi fréttaskeyti þar út um allar jarðir 6. janúar. Fréttin birtist sem forsíðufrétt í bandarískum stórblöðum 8. jan., og nánari skýr- ingar komu síðan í brezkum blöð- um í miðjum janúarmánuði. Þann- ig skýrir Lancet frá uppgötvun- inni í leiðara 11. janúar, en þá í gamansömum tón, eins og um skrýtlu væri að ræða. Viku síðar hafði þessu virðulega tímariti bor- izt meiri vitneskja, því að þá stend- ur þar um X-geislana: „Mögu- leikar á notkun þessarar upp- götvunar sem hjálpargagns í lækn- isfræði virðast hugsanlegir11. En viku seinna játar Lancet, að ýmis- legt bendi til þess, að hér sé um árangursríkt rannsóknartæki að ræða. Það er vafamál, hvort nokk- ur læknisfræðileg uppgötvun hafi á jafnskömmum tíma komið öðru eins róti á hugi manna, nema ef vera kynni uppgötvun penicillins. Þannig munu á árinu 1896 hafa birzt a. m. k. 1000 greinar um röntgengeisla, og ekki minna en 50 bækur og ritlingar. Brezka tímaritið Nature birti þegar 23. janúar 1896 þýðingu á fyrstu grein Röntgens, og í því virðulega riti, sem ég hefi fengið að láni frá Landsbókasafninu, finn ég talsvert á þriðja hundrað tilvitn- anir eða smágreinar um röntgen- geisla, aðeins á fyrra hluta árs- ins 1896. Þar á meðal eru 5 smá- greinar eftir vísindamanninn, sem síðar hlaut nokkra frægð á Islandi, Sir Oliver Lodge, en alls mun hann hafa birt á árinu 1896 15 smá- greinar um röntgengeisla og röntgenrannsókir. Meðal þekktra vísindamanna annarra landa, sem voru fljótir til að taka þessa upp- götvun í þjónustu sína, má nefna Benoist í París, Stenbeck í Stokk- hólmi og lífeðlisfræðinginn Cannon í Bandaríkjunum. Ekki voru e. t. v. allar þessar greinar jafn vís- indalegar. Ég hefi m. a. rekizt á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.