Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 127
LÆKN AN EMINN
111
X-geislanna, þ. e. a. s. eiginleik-
um þeirra til sundurbrots sam-
einda, bæði í lofti og öðrum efnum,
og þeirra rafhleðslufyrirbæra, sem
þar eru samfara, og urðu til að
gefa þessari tegund geislunar inn-
an eðlisfræðinnar nafnið jónandi
geislun. Þessar athuganir urðu
undirstaðan undir þeim mæliað-
ferðum, sem síðar voru fundnar til
að mæla nákvæmlega þessa geisl-
un, og eru í vissum tilvikum notað-
ar enn í dag. Fyrirlestri sínum 23.
janúar 1896 lauk Röntgen með því
að taka röntgenmynd af hendi
fundarstjórans, sem var von
Koelliker, prófessor í líffærafræði
við háskólann í Wiirtzburg. Þessi
mynd var framkölluð þegar í stað
og sýnd fundarmönnum, en for-
setinn ávarpaði Röntgen í háfleyg-
um og rómantískt þrungnum ger-
mönskum stíl, sem var einkenni
þess tíma, og komst þannig að
orði um leið og hann benti á mynd-
ina af hendi sér, að „hér væri hin
útrétta hendi, sem tengdi læknis-
fræði og eðlisfræði“, en lauk síð-
an máli sínu með því að stinga
upp á því, að X-geislarnir yrðu
þaðan af nefndir röntgengeislar.
Svo varð um alla Evrópu, en allt
fram á þennan dag hefur í engil-
saxneskum heimi nafnið X-geislar
verið ríkjandi.
Það væri forvitnilegt rannsókn-
arefni að kanna, hverju hin geysi-
legu viðbrögð bæði leikra og
lærðra við uppgötvun Röntgens
sættu, en það er skemmst frá að
segja, að nokkur leki komst að
stjórn eðlisfræðingafélagsins í
Wiirtzburg eftir að Röntgen hafði
sent fyrstu tilkynningu sína þang-
að, ogfrá VínarblaðinuPressefékk
Lundúnablaðið Standard fréttina
um geislana 5. janúar 1896, og
sendi fréttaskeyti þar út um allar
jarðir 6. janúar. Fréttin birtist
sem forsíðufrétt í bandarískum
stórblöðum 8. jan., og nánari skýr-
ingar komu síðan í brezkum blöð-
um í miðjum janúarmánuði. Þann-
ig skýrir Lancet frá uppgötvun-
inni í leiðara 11. janúar, en þá í
gamansömum tón, eins og um
skrýtlu væri að ræða. Viku síðar
hafði þessu virðulega tímariti bor-
izt meiri vitneskja, því að þá stend-
ur þar um X-geislana: „Mögu-
leikar á notkun þessarar upp-
götvunar sem hjálpargagns í lækn-
isfræði virðast hugsanlegir11. En
viku seinna játar Lancet, að ýmis-
legt bendi til þess, að hér sé um
árangursríkt rannsóknartæki að
ræða. Það er vafamál, hvort nokk-
ur læknisfræðileg uppgötvun hafi
á jafnskömmum tíma komið öðru
eins róti á hugi manna, nema ef
vera kynni uppgötvun penicillins.
Þannig munu á árinu 1896 hafa
birzt a. m. k. 1000 greinar um
röntgengeisla, og ekki minna en
50 bækur og ritlingar. Brezka
tímaritið Nature birti þegar 23.
janúar 1896 þýðingu á fyrstu
grein Röntgens, og í því virðulega
riti, sem ég hefi fengið að láni
frá Landsbókasafninu, finn ég
talsvert á þriðja hundrað tilvitn-
anir eða smágreinar um röntgen-
geisla, aðeins á fyrra hluta árs-
ins 1896. Þar á meðal eru 5 smá-
greinar eftir vísindamanninn, sem
síðar hlaut nokkra frægð á Islandi,
Sir Oliver Lodge, en alls mun hann
hafa birt á árinu 1896 15 smá-
greinar um röntgengeisla og
röntgenrannsókir. Meðal þekktra
vísindamanna annarra landa, sem
voru fljótir til að taka þessa upp-
götvun í þjónustu sína, má nefna
Benoist í París, Stenbeck í Stokk-
hólmi og lífeðlisfræðinginn Cannon
í Bandaríkjunum. Ekki voru e. t.
v. allar þessar greinar jafn vís-
indalegar. Ég hefi m. a. rekizt á