Læknaneminn - 01.03.1972, Side 99
LÆKNAN E MINN
85
verið sagt um meðferð, vildi ég
geta þess, að ekki er talið ráðlegt
að nota æðaútvíkkandi lyf, þar eð
þau valda venjulegast útbreiddri
útvíkkun á æðum og geta þannig
lækkað blóðþrýsting og orsakað
minnkað blóðfíæði í heila. Þá er
þess og að gæta, að mikið magn
af koldioxidi safnast fyrir í og
kringum hið skemmda heilasvæði,
og æðar eru því í hámarks út-
þenslu.
Subarachnoid blæðingar verð-
skulda nokkra sérstaka umræðu,
en þeirra hefur aðeins lauslega
verið getið til þessa. Klinik er yfir-
leitt tiltölulega einföld, þótt ekki
sé það svo ávallt, og stundum geti
verið erfitt að greina á milli primer
blæðingar inni í heila og í subara-
chnoideala svæðinu. Venjulegast
er þetta þó svo, að sjúklingar veikj-
ast skyndilega með miklum höfuð-
verk, síðar uppköstum. og fljótt
verður truflun á meðvitund, jafn-
vel alger missir hennar. Við skoð-
un finnst hnakkastirðleiki, ljós-
fælni, og stundum sjást subhyaloid
blæðingar í augnbotnum. Mænu-
stungu skal gera, og mænuvökvinn
er blóðugur. Rannsóknir koma
fljótt að æðamyndum, enda liggja
að baki aneurysmar eða æðamal-
formationir. Miklu oftar eru mis-
smíðarnar í carotis svæði eða 8,5:1
(McDonald & Korb), og ef klinik
getur ekki staðsett blæðinguna, er
reglan að byrja á því að gera
carotis æðamynd, beggja vegna
yfirleitt, því oft er fleira en eitt
aneurysma. Finnist ekki skýring
hér, skal hyggja að vertebrobasil-
aris svæði. annaðhvort strax eða
fljótlega á eftir. Subarachnoidal
blæðing er alvarlegt ástand, en
þrátt fyrir það skyldu menn fara
hægt í sakirnar. Iíétt er að taka
ekki æðamyndir fyrr en eftir 1—2
sólarhringa. Á þessum tíma hefur
dregið úr æðasamdrætti, rann-
sóknin verður hættuminni, og fyrst
á þessu stigi myndi skurðlæknirinn
hefjast handa. Það hefur því litla
þýðingu að sýna fram á aneurysma
fyrr. McKissock hefur sannreynt,
að æðamynd og skurðaðgerð hjá
sjúklingum í coma og með alvar-
leg neurologisk einkenni er lík-
legra til að flýta fyrir endalokun-
um heldur en hitt. Rannsóknir eru
annars almenns eðlis, nema hvað
rétt er að athuga blæðingarþætti,
og fyrir okkur hér er vert að hafa
hugfast, að subarachnoid blæðing-
ar hafa nokkra ættardreifingu.
Mikið hefur verið athugað sam-
band milli aneurysma, æðamal-
formationa og migraine. Niður-
staðan er sú, að 10% þeirra, sem
hafa migraine, eru líklegir til þess
að hafa annað tveggja, og er það
fimmfalt hærra en hjá óvöldum
hópi. Ef migraine er hinsvegar
alltaf á sama stað, aukast lík-
urnar upp í 30%. Þá staðreynd er
vert að hafa í huga, að helmingur
þeirra, sem deyja vegna heilablóð-
falla og eru undir 45 ára aldri,
deyja af völdum subarachnoid
blæðinga. Eftir 65 ára aldur eru
það hinsvegar aðeins um 2%, sem
deyja af þessari orsök.
Horfur eru ekki alltof góðar.
35% deyja við fyrstu blæðingu og
15% til viðbótar af annarri blæð-
ingu. Þriðjungur dauðsfallanna
verður innan sólarhrings, 60%
innan 5 daga og 90% innan sex
mánaða. Endurtekin blæðing eftir
þann tíma er sjaldgæf.
Meðferðin er kirurgisk fyrst og
fremst, en ekki er alltaf jafn auð-
velt að koma henni við. Mortalitet
er mishátt, eftir því hvar
aneurysmað er, og hætta á
ischaemiu og jafnvel infarction