Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 144

Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 144
LÆKNANEMINN 12Jf til greina að fjalla um skaðabóta- ábyrgð lækna ýmist sem bóta- ábyrgð innan eða utan samninga. Það er ekki heppilegt eða líklegt til árangurs. Verður hér að hafa í huga, að fræðikerfi lögfræðinnar er aðeins fram sett til hjálpar, en ekki til að aðskilja það, sem bezt verður skýrt í samhengi, og er óleyfilegt að draga miklar álykt- anir af sjálfu kerfinu. Það er því rétt hjá Gísla G. ísleifssyni, er hann vill ræða allar bótareglur í einu lagi án tillits til fræðilegrar skiptingar skaðabótareglna. í hinum stóru löndum á okkar menningarsvæði hefur margt ver- ið ritað um skaðabótaábyrgð lækna. Nokkrar tímaritagreinar höfðu birzt um efnið á Norður- löndum, er stjórnarnefnd verð- launasjóðs Anders Sandöe Örsteds í Danmörku efndi árið 1955 tiJ verðlaunasamkeppni um ritgerð um efnið. Tvær ritgerðir, sem sendar voru, hafa verið prentaðar í sérstökum bókum. Er önnur eftir Ellinor Jakobsen, en hin er eftir Bengt V. Tidemand-Petersson, og komu bækur þessar út 1958 og 1960. Eftir það hafa enn birzt tímaritagreinar um efnið og ein- staka þætti þess. Þar sem íslenzk- ur skaðabótaréttur er náskyldur bótarétti Danmerkur og hinna Norðurlandanna og allskyldur bótarétti annarra og stærri ríkja í Vestur-Evrópu, má fá mikinn stuðning í rannsóknum erlendra fræðimanna á málaflokki þessum. Bótaábyrgð lækna hvílir fyrst og fremst á reglu, sem er sameig- inleg grundvallarregla, bæði innan og utan samninga, almennu skaða- bótareglunni, sem kölluð er, en hún nefnist einnig saknæmisreglan eða culpareglan, Almenna skaða- bótareglan er orðuð með aðleiðslu frá dómum, og er venjulegt orða- lag hennar í íslenzkri lögfræði þannig: Sá maður, sem bakað hefur öðr- um manni tjón með saknæmri og ólögmætri athöfn sinni eða at- hafnaleysi, skal bæta hinum það tjón, sem telja má sennilega af- leiðingu af þessari athöfn eða at- hafnaleysi (Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, 2. útg. í um- sjá Magnúsar Þ. Torfasonar, Reykjavík 1965. bls. 13). Læknar eru skaðabótaskyldir skv. íslenzkum rétti eftir almennu skaðabótareglunni. Að því leyti eru þeir á sama báti og aðrir. Vandinn er sá, að hið víðtæka orðalag reglunnar þarf að fylla út, skýra nánar, og þá þarf að taka tillit til aðstöðu lækna. Mestu skiptir að kanna, hvernig sak- næmishugtakið horfir við, þegar um lækna er að ræða, og hvert er orsakasamband læknisstarfs og þess tjóns, sem sjúklingurinn hef- ur orðið að þola. Með saknæmi er átt við hug- ræna afstöðu læknisins, ásetning hans eða gáleysi. Um ásetning hjá lækni til að valda tjóni er sjálf- sagt svo sjaldan að tefla, að óþarft er að fara um það mörgum orð- um, en slík tilvik myndu vera bóta- skyld. Þegar meta skal, hvort verknaður sé unninn af gáleysi, er almennt miðað við, hvort góður og skynsamur maður myndi hafa brugðizt eins við. Þessi góði og skynsami maður er í lögfræðinni oft kallaður bonus paterfamilias. Þegar um er að ræða sérfræðinga eins og lækna, verður í stað þessa góða manns og skynsama að koma góður og skynsamur læknir, þ.e. maður með vissa þekkingu og til- tekin viðhorf. En er þá unnt að segja nokkuð nánar um eiginleika góðs og skynsams læknis frá sjón- armiði lögfræðinnar ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.