Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 66
58
LÆKN ANEMINN
Kandidatar í febrúar 1972
Ljósmyndun: Hrefna Níelsdóttir
Þorkell Guðbrandsson
Guðmundur Óskarsson
héruðum, sérlega þeim læknislausu, og
hefur sumum jafnvel fundizt vandamál
dreifbýlisins £ þessum efnum gert um
of að vandamáli stúdenta. Á þessu
tímabili hafa stúdentar sinnt störfum
lækna utan Reykjavíkur í um 35 mán.
samtals.
Atvinnumöguleikar miðhluta stúdenta
hafa verið minni, þar sem III. hluta
stúdentar sitja að aðstoðarlækna- og
kandidatastöðum. Miðhlutamenn fá þó
a. m. k. helming skyldu sinnar á sjúkra-
húsum launaða.
Þess ber að geta, að ráðningar
læknanema á þessu tímabili hafa allar
farið í gegnum ráðningastjóra félagsins,
og er það breyting til hins betra. Ætti
það að tryggja sanngjarna úthlutun
launaðra staða, og er það von, að allvel
hafi til tekizt í þeim efnum.
Kópavogi í febrúar 1972.
Gestur Pálsson, ráðningastjóri III liluta
Frá Hópslysanefnd
Störfum hópslysanefndar i vetur má
skipta í tvennt: annars vegar undir-
búning og skipulagningu námskeiða í
„fyrstu hjálp“ og hins vegar öflun upp-
lýsinga og gagna varðandi almanna-
varnir.
Nú í vetur var framkvæmd skoðana-
könnun í I. og II. hl. Var þar kann-
aður áhugi læknanema á kennslu í
„fyrstu hjálp". Ails tóku 70% lækna-
nema í þessum tveimur hlutum þátt í
þessari skoðanakönnun, og höfðu þeir
allir áhuga á tilsögn í „fyrstu hjálp".
Var því ráðizt í það að útvega kenn-
ara. Talað var við Rögnvald Þorleifs-
son, lækni á Slysadeild Borgarspítal-
ans, og Pál Gislason, lækni á Hand-
læknisdeild Landspitalans, og reyndust
báðir þessir læknar fúsir til þess að
taka að sér þessa kennslu.
Haldin voru þrjú námskeið fyrir ára-
mót, og sóttu þau læknanemar úr I.
hluta. Á þessum námskeiðum voru
kennd helztu atriði „fyrstu hjálpar",
svo sem hagræðing slasaðra á slysstað,
hvernig á að halda öndunarvegum opn-
um, blástursaðferðin, hjartahnoð, spelk-
un brotinna útlima o. fl. Inn í kennsl-
una voru fléttaðar kvikmyndir, eftir því
sem aðstæður leyfðu. Hvert námskeið
var u. þ. b. 10 kennslustundir, og kennt
var í kennslustofu á Landspítala milli
kl. 5 og 7 á kvöldin.
Eitt námskeið hefur verið haldið nú
eftir áramótin fyrir læknanema í II.
hluta, og til stendur að halda annað.
Það er skoðun nefndarmanna í Hóp-
slysanefnd, að námskeið sem þessi eigi
að vera á kennsluskrá í læknadeild, og
höfum við komið þeirri skoðun okkar á
framfæri við formann Kennslumála-
nefndar F. L. Vonumst við til, að þessi
skoðun okkar verði rædd í Kennslu-
málanefnd.
Þeim læknanemum, sem vilja kynna
sér frekar meðferð slasaðra, þá eink-
um þeirra, sem slasast í bifreiðaslysum,
viljum við benda á litla og greinargóða