Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 77
LJEKNANEMINN
6 7
BJÖRN GUÐBRANDSSON, læknir:
Tetanus neonatorum
Ginklofi nýfœddra —
Clostridium tetani er óloftháð
(anaerob) sporamyndandi bakt-
ería. Hún er útbreidd í mold og
finnst því í meltingarvegi grasæta
og fugla. Auk tetanospasmins,
sem er eitur með verkunarstað í
miðtaugakerfi, framleiðir bakter-
ían lysin, sem verkar á rauðar
blóðfrumur, og efni, sem skaðar
hvít blóðkorn. Enn er deilt um það,
hvort tetanospasmin fari eftir
taugum til miðtaugakerfis eða
hvort það berst með lymphubraut-
um til blóðsins og með því til mið-
taugakerfisins. Incubationstími
bakteríunnar er 5 til 14 dagar.
Tetanus bakterían var fyrst ein-
angruð af Kiasto árið 1889.
Ginklofi nýfæddra
Hér verður fyrst lýst einu til-
felli af ginklofa hjá kornabarni,
sem meðhöndlað var á Barnadeild
Landakotsspítala.
Sjúkrasaga: Drengur, fæddur
10. maí 1960, frá Hellu, Rangár-
völlum, var lagður á barnadeild-
ina þann 22. maí 1960 vegna stíf-
leika í kjálkum, svo að ekki var
hægt að láta hann drekka. Móðir-
in skýrði svo frá, að meðganga og
fæðing hefði gengið vel. Barnið
var á brjósti fyrstu dagana og
drakk vel, en hætti síðan að sjúga
og fór að vera mjög amasamt.
Þremur dögum fyrir innlögn fékk
drengurinn 38° C hita, og hafði
hann verið mjög órólegur 2 til 3
dagana á undan. Hann grenjaði
mikið, og móðirin tók eftir því, að
drengurinn varð mjög stífur í
kjálkum, svo að ekki var hægt að
koma túttu upp í hann, þegar
hann grenjaði. Hann varð blár, en
móðirin taldi, að barnið hefði ekki
fengið krampa. Morguninn, sem
hann kom á sjúkradeildina, hafði
hann 40,5° C hita. Barnið hafði
alltaf haft harðar hægðir, og
hægðir höfðu ekki komið daglega.
Skoðun á sjúkrahúsi: Við komu
lá drengurinn í hálfgerðum opi-
stotonus og var allur stífur, eink-
um kjálkarnir. Þegar komið var
við hann, stirðnaði hann upp.
Hann var hnakkstífur, andlitið dá-
lítið bláleitt og dálítið grett eins
og um risus sardonicus væri að
ræða. Drengurinn opnaði augun
mjög lítið, og ekki var hægt að
skoða munnhol, vegna þess hve
hann herpti saman kjálkana.
Cranium var eðlilegt. Það voru
ekki finnanlegar eitlastækkanir
St. pulm. et cor. var eðlilegur.
Actio cordis var 160/mín. Kviður
var harður og stífur. Naflinn var
illa gróinn og að því er virtist
með smiti (inficeraður). Útlimir
voru mjög stífir, en annars eðli-
legir.
Sjúkdómsmeðferð: Af þessum
einkennum, sem lýst hefur verið,