Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 135
LÆKNANEMINN
117
A byrgð
Þór Vilhjálmsson,
lagaprófessor:
Þessi grein er erindi flutt á vegum
Stúdentafélags Háskóla íslands, 31.
marz 1971, nokkuð stytt og breytt.
Islenzkar réttarreglur hafa að
geyma ýmis ákvæði um skyldur
lækna og um viðbrögð, ef gegn
þeim skyldum er brotið. Þegar rita
skal stutta greinargerð um þetta
efni, væri e.t.v. rökréttast að
reyna að flokka reglurnar um
skyldur lækna með einhverjum
hætti og segja frá viðbrögðum,
sem rétturinn mælir fyrir um í
hverju einstöku falli, Þessi leið
verður þó ekki farin hér, heldur
verður efnisskipunin byggð á við-
brögðunum. Eru þau áþreifanlegri
viðmiðunargrundvöllur, og þessi
skipun efnisins er einnig í sam-
ræmi við venjur í lögfræði. Mun
lœkna
hér fyrst verða vikið að refsing-
um og refsikenndum viðurlögum,
en síðan að skaðabótum.
Kefsingar og refsikennd viðurlög
I læknalögum nr. 80/1969 eru
helztu ákvæðin um skyldur lækna
og viðurlög við brotum gegn þeim
skyldum. Lögin eru í 6 köflum og
27 greinum. Fyrsti kaflinn fjallar
um lækningaleyfi. Síðan koma
kaflar um réttindi og skyldur
lækna og annarra, er lækninga-
leyfi hafa, um skottulækningar,
um refsingar, sviptingu lækninga-
leyfis og endurfengið lækninga-
leyfi og um sérákvæði um ávís-
anir lækna á ávana- og fíknilyf. I
síðasta kafla laganna eru niður-
lags- og bráðabirgðaákvæði.
Almenna ákvæðið um skyldur
lækna er í 6. gr. laganna, en þar
segir: „Læknum . . . ber að gegna
störfum sínum með árvekni, halda
þekkingu sinni sem bezt við, fara
þannig segja, að röntgengreining-
ar- og röntgenlækningastarfsemi
hafi hafizt hér á Islandi 17—18
árum eftir frumuppgötvun Rönt-
gens fyrir ötula forgöngu og
ósérplægið starf Dr. Gunnlaugs
Claessens.
Framtíðarþróun á sviði læknis-
fræðilegrar röntgentækni bendir
til stöðugt meiri fullkomnunar
tækjabúnaðar í því skyni, að æ
betur verði afmarkaðir sjúkdóms-
greiningarmöguleikar. Rafeinda-
tækni verður meir og meir tekin í
þjónustu röntgentækninnar til
aukinnar nákvæmni, geymslu
upplýsinga, líka mynda. Sjúk-
dómsgreiningartæknin tengist
stöðugt nánar ýmsum pararadio-
logiskum rannsóknaraðferðum,
svo sem notkun infrarauðrar
geislunar, örtíðnibylgna og vænt-
anlega áður en langt um líður
einnig leysigeislanna.