Læknaneminn - 01.03.1972, Side 55
LÆKNANEMINN
49
FA2TA. 60MÍU. qoMÍN.
Mynd: Sykurþol í hvlld og- áreynslu. Byggt á töflu bls. 48.
við 420 nm. Stærð blóðsýnis er
0,05 ml og er þynnt upp í 1 ml með
salíni, sem í er fluorið og oxalat.
Notað er Normal Hyland Clini-
cal Control Serum og Seronorm
frá Nygárd A/S Osló til stýri-
mælinga. Stýrimælingarnar eru
gerðar á blóðvatninu þynntu á
sama hátt og blóðsýni. Allar efna-
mælingar og sýnitaka voru gerðar
af starfsfólki Hjartaverndar.
Niðurstöður
Taflan sýnir allar mælingar,
sem gerðar voru í tilrauninni, og
leiðir hún í ljós, að allir stúdent-
arnir eru með óskert sykurþol
samkvæmt þeim skilmerkjum, sem
notuð eru í Hjartavernd (< 130
mg % 90 mín. eftir inntöku 50
g af glucosu, sjá einnig 2). Tafl-
an sýnir, að ekki er marktækur
munur á sykurþoli, hvort heldur
stúdentinn er í hvíld eða þeirri
áreynslu, sem notuð var í tilraun-
inni. Nokkru lægra er þó blóðsyk-
urmagnið að meðaltali eftir 90
mínútur, ef mennirnir höfðu verið
á biðstofu eða á þrekhjólinu, en sá
munur er ekki marktækur, þó að
nærri því liggi.
Myndin sýnir, að sykurþols-
kúrfan breytist lítið við áreynsl-
una.
Skil
Vandasamt er að túlka þessar
niðurstöður. Þó að heilbrigðir
stúdentar bregðist við hóflegri
hreyfingu meðan á sykurþoli
stendur, eins og hér hefur verið
kannað, er ekkert víst, að maður
með skert sykurþol geri það. Þátt-
takendur í þessari tilraun voru
fáir, og gerir það niðurstöðurnar
óvissari.
Þeir þættir, sem hafa áhrif á
sykurþolið, eru þessir:
1) Stærð þess rúms í líkaman-
um utan frumna, sem sykurinn get-
ur dreifzt um (ecw) án þess að líf-
fræðilegar hindranir verði á vegi
hans. Þa, væri hægt að miða sykur-
magnið, sem neytt er í sykurþol-