Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 149
LÆKNANEMINN
129
að sjúklingum væri heimilt að
neita, að um þá væri fjallað i
kennslu og t.d. á læknaprófum.
Það er mikilvægt og vandasamt
úrlausnarefni í einstökum tilvik-
um, hvort orsakasamband sé á
milli gerða læknis og tjóns sjúkl-
ings. Oft mun nær ógerningur úr
að skera með fullri vissu. hvort
gerðir lækna hafa haft nokkur
áhrif á tjón sjúklings. Að auki er
þess að geta, að eftir íslenzkum
bótarétti verða gerðir læknisins að
vera vávænar, sem kallað er. en í
því felst, að tjónið verður á því
augnabliki, sem læknirinn tekur
ákvörðun sína, að mega teljast
sennileg afleíðing af því, sem lækn-
irinn gerir eða lætur ógert.
Áður en skilið er við almennu
skaðabótaregluna, er þess að geta,
að það er tjón sjúklings, sem bæta
á, ef til bóta kemur. Þetta tjón er
fyrst og fremst fjárhagslegt tjón
sjúklingsins, t.d. vegna örorku, en
einnig koma til greina bætur fyrir
msska eða ófjárhagslegt tjón svo
ssm fyrir þjáningar, óþægindi og
lvti. Mat á slíku tjóni er að sjálf-
sögðu miklum erfiðleikum bundið,
en fordæmi úr slysamálum gætu
orðið til hjálpar.
Það, sem nú hefur verið sagt um
skaðabótaábyrgð, hefur snúizt um
almennu skaðabótaregluna eða
culparegluna. Eftir íslenzkum rétti
er unnt að dæma til bótagreiðslu í
vissum tilvikum, þó að ekki séu
uppfyllt skilyrði culpareglunnar.
Skal aðeins getið tveggja atriða,
sem máli kunna að skipta varðandi
slíka hlutlæga ábyrgð lækna. Ann-
að varðar hina svokölluðu hús-
bóndaábyrgð, en eftir reglu ís-
lenzks réttar um hana verða þeir,
sem fela öðrum framkvæmd verks,
skaðabótaábyrgir gagnvart þeim.
sem verða fyrir tjóni, ef starfs-
maðurinn er ábyrgur skv. culpa-
reglunni, þó að húsbóndinn sé það
ekki og hafi e.t.v. hvergi nærri
komið. Rannsaka verður í hverju
einstöku tilviki samband læknis og
annars manns, sem hugsanlega
hefur starfað fyrir hann, en varla
verður um að ræða bótaábyrgð
lækna þessa vegna nema í undan-
tekningartilvikum. Hins vegar
kemur til bóta eftir culpareglunni,
ef læknirinn, sem telst húsbóndi,
hefur sýnt gáleysi sjálfur, t.d. með
ófullnægjandi verkstjórn. Hitt
dæmið um hlutlæga ábyrgðarreglu,
sem e.t.v. gæti skipt máli varðandi
lækna, er reglan um casus mixtus
cum culpa, sem svo er nefnd. Efni
þessarar reglu er, að tjón, sem
venjulega er ekki bótaskylt, geti
orðið það, ef það er í framhaldi af
atferli, sem er ólögmætt. Skóla-
dæmi um þetta gæti verið, að mað-
ur sé með ólögmætum hætti lagð-
ur inn á spítala og þar smitist hann
af tilviljun og verði fyrir tjóni
vegna smitunarinnar. Smitunin er
ekki bótaskyld undir venjulegum
aðstæðum, en casus mixtus ábyi'gð
fæli í sér, að hún væri það vegna
hinnar ólögmætu innlagningar.
Það er vafasamt, að um þessa.
ábyrgð sé að ræða varðandi lækna
í íslenzkum rétti, og kæmi slíkt
helzt til, ef gróflega er brotið gegn
réttum reglum.
ik
Áður en grein þessari lýkur. er
rétt að varpa fram þeirri spurn-
ingu, hvort það sé líklegt til að
veita miklar upplýsingar um raun-
veruleikann í þessu landi að ræða
um ábyrgð lækna frá lögfræðilegu
sjónarmiði. Það er staðreynd, að
refsimál gegn læknum vegna brota
í starfi eru svo til óþekkt og skaða-
bótamál raunar einnig. Þó að tii