Læknaneminn - 01.03.1972, Qupperneq 132
m
LÆKNANEMINN
Mynd 3: Fullkomið ný-
tízku rannsóknaborð —
„Fjölbragðaborð."
og annarra vísindamanna, sem
röntgengeislunin vakti athygli.
Margar broslegar greinar og mörg
brosleg atvik verða fyrir manni,
þegar gögn þessa tíma eru athug-
uð. Dagblöð og vikublöð birtu
mismunandi áreiðanlegar greinar
og frásagnir af geislunum, og
höfðu þannig vafalaust á sinn hátt
áhrif í þá átt að skapa þá kröfu
hjá sjúklingunum, sem enn í dag
oft veldur okkur nokkrum vandræð-
um, hvort ekki sé „bara nóg að
taka röntgenmynd“ til þess að
leysa allan vandann. I Bandaríkj-
unum var Edison, eins og áður er
sagt, hið mikla átrúnaðargoð, og
það var því eðlilegt, að ýmsir
,,bisness“-menn nálguðust hann og
báðu hann t. d. að byggja X- geisla
inn í leikhúskíkja. Sá orðrómur
komst meira að segja á kreik, að
slíkir kíkjar væru til sölu í ákveð-
inni verzlun í New York, og menn
geta þá sjálfir gert sér í hugar-
lund afleiðingarnar á þessum síð-
ustu og verstu Viktoríutímum.
Hins vegar sá stórverzlun í Lond-
on fljótlega við þessum vanda og
auglýsti þess í stað nærföt, sem
væru örugglega X-geislaþétt. Af
sama tilefni flutti þingmaður í
New York-ríki í fullri alvöru frum-
varp til laga, sem bannaði not-
kun X-geisla í leikhúskíkja. Aðrir
sáu mikið þjóðfélagslegt happ í
uppfinningu X-geislanna. Þannig
sagði framákona mikil í bindind-
ishreyfingunni í Bandaríkjunum:
,,Ég trúi því, að X-geislarnir muni
gera mikið fyrir bindindishreyf-
inguna. Með þeim geta drykkju-
menn og sígarettureykingarmenn
fengið að sjá hina stöðugu aftur-
för líkamskerfa sinna, sem er af-
leiðing af drykkjuskap og reyk-
ingum, og það hlýtur að hafa
mikil áhrif.“
Ég hefi viljandi leitt hjá mér að
fjölyrða um tæknileg atriði og
tæknibúnað frumherjanna, en eins
og fram hefur komið, voru margir
erfiðleikar óleystir. Fyrstu rönt-
genlamparnir voru mjög ófull-
komnir, lofttæming þeirra var ekki
fullnægjandi, og þurfti að dæla út
úr þeim við og við lofti, stýringin
á röntgengeislanum varð fljótlega
nokkuð örugg, en allur varnarút-
búnaður ófullkominn, enda ekki
þekking eða skilningur á nauðsyn
geislavarna fyrr en löngu síðar.
Hér er heldur ekki rúm til að ræða
áframhaldandi þróun eðlisfræði-