Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 51
LÆKNANBMINN
1,5
Samkvæmt ofanskráðu er stung-
ið upp á að gefa penicillin 50 mg/
kg/dag sem fyrstu meðferð við all-
ar eyrnabólgur. Náist ekki árang-
ur með því, skal gefa ampicillin
50—100 mg/kg/dag.
Sinusitis acuta
Purulent sinusitis hjá börnum or-
sakast yfirleitt af sömu sýklum og
eyrnabólgur. Sýklalyfjameðferð er
því í aðalatriðum svipuð við þessa
tvo sjúkdóma.
Laryngitis og epiglottitis.
Varðandi þessa sjúkdóma og
meðferð þeirra vísast til greinar í
síðasta tölublaði Læknanemans,
og verður ekki fjallað frekar um
þá hér.
Bronchiolitis og bronchitis
Bólga í berkjukvíslum er álitin
stafa nær eingöngu af sýkingu
með R.S. veiru. Það eru einkum
börn yngri en 6 mánaða, sem
veikjast. Þessi börn eru oft mikið
veik og þarfnast spítalavistar.
Yfirleitt er þessum börnum gefin
sýklalyf. Þetta er gert vegna þess,
að ekki þykir verjanlegt að neita
fársjúku ungbarni um slík lyf og
eins vegna þess, að í byrjun veik-
inda getur verið erfitt að greina
með vissu milli lungnabólgu af
völdum staph. aureus og bólgu í
berkjukvíslum. Ýmist eru gefin
lyf með breiðri verkun eða peni-
cillin + cloxacillin.
Asthmatiskur bronchitis hjá
smábörnum og bronchitis hjá eldri
börnum er oft hluti af almennri
öndunarfærasýkingu. Þetta eru að
langmestu leyti veirusjúkdómar og
því ekki ástæða til að gefa sýkla-
lyf. Þó ber þess að geta, að stund-
um getur reynzt erfitt að útiloka
með hlustun, að lungnabólga sé
með í spilinu, þegar sjúklingurinn
hefur mikinn bronchospasma og
hávaðasama öndun. Verður þá að
fara eftir almennu ástandi barns-
ins, litarhætti og hitahækkun,
þegar ákvörðun er tekin um lyf ja-
gjöf. Sé talin ástæða til að gefa
sýklalyf, má beita svipaðri með-
ferð og gert er við lungnabólgu
(sjá síðar).
Lungnabólgur
Nú er almennt viðurkennt, að
lungnabólgur, einkum hjá yngri
börnum, stafa oftast af veirusýk-
ingu. Þar, sem við ráðum enn ekki
yfir aðferðum til að staðfesta
þetta við rúmstokkinn, er ástæða
til að gefa öllum lungnabólgu-
sjúklingum sýklalyf, eftir að við-
eigandi sýni hafa verið tekin til
ræktunar. Þegar velja skal sýkla-
lyf handa þessum börnum, má
hafa nokkurn stuðning af aldri
þeirra. Þeir sýklar, sem sennileg-
astir eru hjá nýfæddum börnum
eru B. coli og Staph. aureus. Þess-
um börnum verður því að gefa lyf,
sem verka á báðar þessar sýkla-
tegundir, t. d. ampicillin + cloxa-
cillin, ampicillin + kanamycin,
penicillin + kanamycin, og haga
síðan áframhaldi skv. næmisprófi.
Sé um Staph. aureus lungnabólgu
að ræða, er talið nauðsynlegt að
gefa lyfjameðferð í a. m. k. 2 vik-
ur. Hjá smábörnum og börnum
fram að skólaaldri eru pneumo-
coccar og H. influenzae algengustu
sýklarnir og ampicillin því viðeig-
andi lyf (mér vitanlega hefur
ekkert verið skrásett um notkun
stórra penicillinskammta (sbr.
eyrnabólgu) við lungabólgu af
völdum H. infl.). Algengustu sýkl-
arnir, sem valda lungnabólgu hjá
börnum á skólaaldri, eru pneumo-
coccar, og er bezta meðferð því
penicillin. I venjulegum tilfellum
nægir að gefa lyfjameðferð í 7—10