Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 138
120
LÆKN ANEMINN
ærumeiðinga, en dæmi slíks er ekki
að finna í íslenzkum dómum, sem
birtir hafa verið.
Svipting leyfis eða réttinda er
ekki refsing eða hegning í laga-
skilningi, heldur það, sem nefnt
er refsikennt viðurlag. Þýðing
þess að gera mun á refsingum og
refsikenndum viðurlögum getur
komið fram með ýmsum hættí.
T.d. er það talin regla hér á landi,
að réttindasviptingu megi beita,
þó að ekki sé heimilt að beita refs-
ingu, vegna þess að ósakhæfur
maður á í hlut. Eftir læknalögum
nr. 80/1969 má í dómi í opinberu
máli svipta mann lækningaleyfi,
ef brotið telst honum ,,sérstaklega
ósamboðið, svo sem ef um er að
ræða röng og villandi læknisvott-
orð eða læknisumsagnir að órann-
sökuðu máli, skottulækningar eða
hlutdeild í skottulækningum, laus-
mælgi um einkamál, sem hann hef-
ur komizt að sem læknir, eða al-
varlegt hirðuleysi eða ódugnað-
(ur) í störfum . . .“ Stundum er
ekki aðeins heimilt heldur beinlínis
skylt að svipta menn lækninga-
leyfi, ef upp er kveðinn refsidóm-
ur. Er það, ef dæma má í fangeisi
fyrir brotið eða ef um ítrekun er
að ræða. — Þess má e.t.v. geta,
að í niðurlagi 18. gr. læknalaganna
segir, að mál út af brotum gegn
þsim sæti ..meðferð almennra lög-
reglumála". Nú er það svo, að
þessi málsmeðferð var afnumin
árið 1951, og verður ekki beitt
lengur, ekki heldur hér. Þetta
ákvæði er tekið í læknalögin frá
1969 beint úr lögum um sama efni
frá 1932, og hefur láðst að breyta
því. Er vafalaust, að málsmeðferð-
in nú er venjuleg meðferð opin-
berra mála.
Það, sem nú hefur verið sagt
um sviptingu lækningaleyfis, á að-
eins við, þegar höfðað er refsimál
gegn lækni, en það er svo til dæma-
laust. Hins vegar eru í 19. og 20.
gr. læknalaganna ákvæði um svipt-
ingu lækningaleyfis með öðrurn
hætti, svonefndri stjórnarathöfn.
Þá fer málið ekki í upphafi, og oft-
ast aldrei, til dómstólanna, en það
er handhafi stjórnvalds eða fram-
kvæmdavalds, í þessu tilviki ráð-
herra, sem tekur ákvörðun um
leyfissviptinguna. I 19. gr. segir
fyrst, að landlæknir skuli áminna
lækni um að bæta hegðun sína, ef
hann verður þess var, að viðkom-
andi vanrækir skyldur sínar, fer
út fyrir verksvið sitt eða brýtur
í bág við fyrirmæli heilbrigðislaga
landsins. Ef áminning kemur ekki
að haldi,eða sé um einhverja óhæfu
að ræða viðkomandi læknisstörf-
um, eins og segir í lögunum, ber
landlækni að kæra málið fyrir ráð-
herra, sem getur svipt lækninn
leyfinu. Hér er um að ræða brot
í starfi, og sérstaklega er tekið
fram, að málinu megi skjóta til
dómstóla. Meðan mál er fyrir dóm-
stóli, hefur viðkomandi maður
sjálfsagt ekki lækningaleyfi.
Til að svipta megi lækni leyfi
eftir 19. gr. læknalaganna, sem nú
hefur verið rætt um, þarf hann
að hafa brotið af sér í starfi. Til
að beita megi leyfissviptingu eftir
20. gr. laganna, þarf ekki að vera
um slíkt brot að ræða. Greinin
fjallar um, að læknir uppfylli ekki
lengur þau skilyrði, sem hann
þurfti að uppfylla, þegar hann
fékk lækningaleyfi sitt. Sem dæmi
er rætt um heilsubilun, drykkju-
skap og eiturlyfjanotkun, alvar-
legt hirðuleysi og ódugnað. Land-
læknir á hér að slcýra ráðherra frá
málavöxtum, sem leitar álits
læknadeildar Háskólans. Fallist
hún á álit landlæknis, má svipta
lækninn leyfi sínu, en þeirri stjórn-
arathöfn má skjóta til dómstóla.