Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 7
LÆKNANEMINN
7
veikir fingurgómana, læsir sig
þaðan um allan líkamann, þangað
til hann loks kallar sálina frá
líkamanum með þýðu andvarpi
eða í svefni. Sumir liggja einn eða
tvo sólarhringa, sumir dægur,
sumir ekki einu sinni eina stund.
Einn bær í Neshreppi fór í eyði á
þenna hátt, annar í Grunnavík.
Einnig ritar Sæmundur Árnason,
(frá Hóli í Bolungarvík, d. 1634),
þann 23. febrúar, að á þessum
vetri hafi nokkrir menn í ná-
grannasveit sinni á Vesturlandi
(Vestfjörðum réttara) orðið bráð-
dauðir (subitanea morte), sumir á
ferð, aðrir sitjandi eða standandi,
og það svo, að í einu og sama vet-
fangi hafi þeir verið lífs og liðnir;
hann telur upp tvo úr Víkunum,
sömuleiðis tvo úr Hraunssókn.
Hinn fyrri dó, er hann var að leysa
hey í heygarði til gjafar, en sá
síðari datt niður á göngu og and-
aðist. Kona nokkur á Kirkjubóli í
Önundarfirði dó sitjandi við að
mjólka kú. I Súgandafirði urðu
tvær konur og einn karl bráðdauð.
I Skutulsfirði tveir. I Arnardal
tvær konur. í Bolungavík karlmað-
ur og kvenmaður. Sá kvenmaður
sat alheill heilsu við eld, féll fram
á logann og dó. f prestakalli séra
Ólafs Magnússonar (á Stað í
Steingrímsfirði um 1594—1614)
dóu á einni viku tuttugu mann-
eskjur, og fimm bæir fóru nær því
í eyði. Á Stað í Steingrímsfirði
voru átta lík jarðsett á einum
degi. Á Kálfanesi [einum einasta
bæ] urðu tíu eða ellefu bráðdauð-
ir. Sunnlendingar sáu líka þetta
haust nokkur dæmi þessarar sótt-
ar, (morbi), sérstaklega í sumum
sjávarplássum." ,,Þann 29. febr.
sama ár (1606) ritar Sæmundur
Árnason, að mjög margir menn í
ísafjarðarsýslu hafi dáið þetta ár
snöggum dauða eins og fyrr er
lýst, og flestir þeirra á ferð“, (75,
p. 22—24. Ég hef bætt við skýr-
ingunum innan sviga, sem flestar
eru eftir 74). Lýsing Snæbjarnar
á sjúkdómnum, sem gekk í Tré-
kyllisvík, gæti bent til þess, að um
bráða lömun hafi verið að ræða,
líkri þeirri, er verður í botulismus,
matvælaeitrun af völdum clostridi-
um botulinum. Vegna þess að veik-
in byrjaði í fingurgómum, liggur
kannske mytilismus beinna við,
eitrun af kræklingi (mytilus
edulis), en í honum geta stundum
myndazt eiturefni, sem verka líkt
og curare, og hefst sú eitrun með
nálardofa.
Trékyllisvík var eitt af helztu
hákarlaverum landsins, en eins og
Sveinn Pálsson tekur fram, eru
þau illræmd að því, hve margir
verða bráðkvaddir í þeim. Og má
það einnig vera ástæðan til þess,
að snemma lagðist það orð á, að
nýr hákarl væri varasöm fæða.
Um það farast Horrebow svo orð:
„Kiodet af denne Fisk smager
meget vel at spise, men det er
befundet, at, naar de spise formeg-
et eller idelig deraf fersk, faae de
gierne slemme Sygdomme deraf,
og doe pluseligen bort“ (70,
p. 230). Og í ferðabók Eggerts og
Bjarna segir svo: „Haaens Kiod
ferskkaagt holdes for en usund
Spiise, thi i de haarde Aaringer,
da Trekylles-Viigens Indvaanere
bleve nodte til at bruge dette, bleve
de angrebne af stærk Hæmorragie,
eller nogle Gange igientagne
Styrtninger af Næseblod, hvorpaa
fuígte Besvimmelser, og endelig
inden kort Tiid Doden. Andre, som
have spiist af dette ferske Kiod,
fortælle, at heele Legemet har
efter Haanden begyndt at svulme,
og er geraadet i en skorbutisk
Fordærvelse, som sædvanlig er
bleven antagen for Spedalskhed"