Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 25
LÆKNANEMINN
23
sæi aumur á eymdar-
standi landsins. P. V.
Sótt mikil og mannskæð
í Fljótsdalshéraði aust-
ur, deyði f jöldi fólks . ..
Færði sóttin sig norður
eftir og nam staðar á
Langanesi, snemma
vorsins. Þar dó margt
manns. Sjö manneskjur
bráðkvaddar, á Skaga 4
á skömmum tíma fyrir
Ölafsmessu, 2 á Vatns-
leysuströnd og 1 á Sel-
tjarnarnesi. V.
*1701. Allmikil harðindi í Þing-
eyjarþingi með mann-
falli, deyði eigi færra en
100 manna, og nokkrir
bráðlega. Það fall gekk
yfir að framan um vet-
urinn og mjög fram á
vorið. Bráðdauði 11
manneskja undir Jökli.
V. Þá dó og margt fólk
úr megurð, bæði í Húna-
vatns-, Hegraness- og
Vöðlusýslum. M. I Þing-
eyjarsýslu norðan Vöðlu-
heiði féll fólk í hungri;
var fallið í einum hrepp
yfir 50 á Hallvarðs-
messu fþ. e. 15. maí). P.
V. Mannfall í Austfjörð-
um og víðar, — eyddust
jarðir. Á þessu ári urðu
margir menn bráðkvadd-
ir og fengu undarlegan
veikleika. Bráðdauðir
urðu í Hornafirði 6
menn. Einn maður bráð-
kvaddur í Seyðisfirði.
Einn hljóp framafbjörg-
um í sjó . . Norðurf jörður
í Austfjörðum var eydd-
ur af hallæri. Urðu á
einni viku á Seltjarnar-
nesi um haustið bráð-
kvaddir 2 menn og ein
kona, og 2 menn á Strönd
suður. Setb. 15 menn
bráðkvaddir í ýmsum
stöðum. Margir dóu með
undarlegum veikleika. F.
*1702. Dó fátækt fólk af hall-
æri og varð úti á þess-
um vetri um landið nær
gjörvallt, á Akranesi 40,
Kjalarnesi 20, einninn
Mosfellssveit, Seltjarn-
arnes og eigi sízt hér á
Álftanesi. Varð bráð-
kvatt fólk víða um land-
ið, sérdeilis á suðurland-
inu á umliðnum tveimur
árum, en á þessum vetri
á Suðurnesjum saman-
reiknaðir karlmenn á sjó
og land sem ogkvenmenn
30 að tölu. Varð fólk
bráðkvatt á Vestfjörð-
um fyrir norðan Isa-
fjarðardjúp. Setb. I
Grunnavík á Vestfjörð-
um urðu 5 manneskjur
bráðkvaddar, ein af
þeim hljóp nakin, rænu-
laus, út í fjúk og fannst
eigi aftur. M. Fiskafli
nær enginn um Suður-
landið. Sultur og harð-
indi meðal manna. Á
Akranesi var mannfall
af förufólki. H. Gr. 1
þessum 7 harðærum,
1696—1702, hefur fólk-
inu í landinu fækkað um
að minnsta kosti 3500
menn, svo miðað við
manntalið 1703 hefur
íbúatalan árið 1695
aldrei verið lægri en
54000 (77).
(*)1704. Snertur af bráðasótt á
Vestfjörðum; dóu þar
úr 13 eða 14 manneskjur
í Önundarfirði. Harðindi
mikil og sultur manna á