Læknaneminn - 01.03.1972, Qupperneq 81
LÆKNANEMINN
71
SVERRIR BERGMANN, læknir:
Heilablóðfall
Grein þessi er að mestu samin
upp úr erindi, sem flutt var um
heilablóðfall á vegum Læknafé-
lags Reykjavikur í Domus Medica,
8. desember 1971.
INNGANGUR
Heilablóðfall er ein allra algeng-
asta dánarorsök hér á landi og
raunar víðast hvar. Það er e.t.v.
einhverjum huggun, að það verður
helzt hjá þeim, sem komnir eru
til ára sinna. Hinu má þó ekki
gleyma, að það verður einnig með-
al þeirra, sem ungir eða a.m.k,
tiltölulega ungir eru. Þess verður
og að minnast, að það leiðir ekki
aðeins til dauða, heldur lifir það
af stór hópur, þar sem alltof
margir sitja eftir með alvarlegar
líkamlegar og andlegar bæklanir.
Vandamálin, sem þar af skapast,
eru mörg og margvísleg.
Óneitanlega hefur gætt nokk-
urrar uppgjafartilhneigingar gagn-
vart heilablóðföllum, rétt einsog
þau yrðu tæpast umflúin fremur
en endalokin yfirleitt. Einnig hafa
batahorfur í heild bótt slæmar,
ekki aðeins vegna þess, hversu
sérhæfður sá vefur er, sem skadd-
ast, heldur einnig af þeirri ástæðu,
að engri raunhæfri meðferð yrði
við komið. Af þessu hefur leitt, að
í landi, þar sem sjúkrarúmaskort-
ur virðist krónískt fyrirbrigði
einsog svo margt annað, hefur
stundum þótt hart í broti að þurfa
að taka sjúklinga með heilablóð-
fall í hin dýrmætu rúm. Svo slæmt
sem þetta er, þá er hitt alvarlegra,
að aðvaranir, sem sumir sjúkling-
ar hafa fengið um yfirvofandi
heilablóðfall, hefur of oft orðið að
afgreiða með sjúkdómsgreining-
unni insultus cerebrovascularis
eingöngu, án þess að fylgt væri
eftir með nauðsynlegum rannsókn-
um með það í huga að reyna að
fyrirbyggja endurtekningu og enn
alvarlegri og varanlegri afleiðing-
ar.
Nú skal því ekki neitað hér, að
batahorfur við heilablóðfall eru í
heild ekki umfram sæmilegar, að
meðferð er takmörkuð og öll sér-
meðferð að mestu leyti á tilrauna-
stigi. Sérlega á þetta við um com-
pleted strokes, og er því ekki að
leyna, að flest heilablóðföll koma
til meðferðar á þessu stigi máls-
ins. Hitt skeður þó einnig, að
læknirinn kemur að sjúklingum,
]>ar sem heilablóðfall er að gerast
— sem og það, að sjúklingar koma
og lýsa einkennum um transient
ischeamiur í heila. Hér eru skipu-
iegar rannsóknir þýðingarmiklar.
og meðferð getur komið í veg fyr-
ir alvarleg áföll. Lítil heilablóðföll
og transient ischeamiur eru að-
vörunarmerki ekki þýðingarminni
en mæði og hósti, hungurverkir og