Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Page 81

Læknaneminn - 01.03.1972, Page 81
LÆKNANEMINN 71 SVERRIR BERGMANN, læknir: Heilablóðfall Grein þessi er að mestu samin upp úr erindi, sem flutt var um heilablóðfall á vegum Læknafé- lags Reykjavikur í Domus Medica, 8. desember 1971. INNGANGUR Heilablóðfall er ein allra algeng- asta dánarorsök hér á landi og raunar víðast hvar. Það er e.t.v. einhverjum huggun, að það verður helzt hjá þeim, sem komnir eru til ára sinna. Hinu má þó ekki gleyma, að það verður einnig með- al þeirra, sem ungir eða a.m.k, tiltölulega ungir eru. Þess verður og að minnast, að það leiðir ekki aðeins til dauða, heldur lifir það af stór hópur, þar sem alltof margir sitja eftir með alvarlegar líkamlegar og andlegar bæklanir. Vandamálin, sem þar af skapast, eru mörg og margvísleg. Óneitanlega hefur gætt nokk- urrar uppgjafartilhneigingar gagn- vart heilablóðföllum, rétt einsog þau yrðu tæpast umflúin fremur en endalokin yfirleitt. Einnig hafa batahorfur í heild bótt slæmar, ekki aðeins vegna þess, hversu sérhæfður sá vefur er, sem skadd- ast, heldur einnig af þeirri ástæðu, að engri raunhæfri meðferð yrði við komið. Af þessu hefur leitt, að í landi, þar sem sjúkrarúmaskort- ur virðist krónískt fyrirbrigði einsog svo margt annað, hefur stundum þótt hart í broti að þurfa að taka sjúklinga með heilablóð- fall í hin dýrmætu rúm. Svo slæmt sem þetta er, þá er hitt alvarlegra, að aðvaranir, sem sumir sjúkling- ar hafa fengið um yfirvofandi heilablóðfall, hefur of oft orðið að afgreiða með sjúkdómsgreining- unni insultus cerebrovascularis eingöngu, án þess að fylgt væri eftir með nauðsynlegum rannsókn- um með það í huga að reyna að fyrirbyggja endurtekningu og enn alvarlegri og varanlegri afleiðing- ar. Nú skal því ekki neitað hér, að batahorfur við heilablóðfall eru í heild ekki umfram sæmilegar, að meðferð er takmörkuð og öll sér- meðferð að mestu leyti á tilrauna- stigi. Sérlega á þetta við um com- pleted strokes, og er því ekki að leyna, að flest heilablóðföll koma til meðferðar á þessu stigi máls- ins. Hitt skeður þó einnig, að læknirinn kemur að sjúklingum, ]>ar sem heilablóðfall er að gerast — sem og það, að sjúklingar koma og lýsa einkennum um transient ischeamiur í heila. Hér eru skipu- iegar rannsóknir þýðingarmiklar. og meðferð getur komið í veg fyr- ir alvarleg áföll. Lítil heilablóðföll og transient ischeamiur eru að- vörunarmerki ekki þýðingarminni en mæði og hósti, hungurverkir og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.