Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 136
118
LÆKN ANEMINN
nákvæmlega eftir henni og gæta
fyllstu samvizkusemi í hverju einu,
þar á meðal í því að baka ekki
sjúklingum sínum eða aðstandend-
um þeirra óþarfan kostnað, svo
sem með óhóflegri lyfjanotkun,
óþörfum vitjunum eða aðgerðum,
ónauðsynlegri aðstoð o.s.frv." —
í 8. gr. læknalaganna er mælt fyr-
ir um skyldur lækna til að veita
skyndihjálp, og 9. gr. er um vitj-
anaskyldu í þéttbýli, þar sem ekki
er læknavakt. Þá eru í kaflanum
um réttindi og skyldur lækna fyr-
irmæli um opinber vottorð, um
ráðstafanir til að forða óförum
af völdum sjúkra manna og fleira.
I 4. kafla læknalaganna er mælt
fyrir um refsingar og önnur við-
urlög. I 18. gr. segir, að brot gegn
ákvæðum laganna varði 100—
10.000 króna sektum, sviptingu
lækningaleyfis og fangelsi, nema
þyngri refsing liggi við eftir öðr-
um lögum. I þessari sömu grein
er einnig sagt nokkuð um það,
hvernig meta eigi refsingu í hverju
einstöku máli. Fer það eftir því,
hvort brotið telst meiri háttar eða
minni háttar, eftir tjóni eða hættu
af brotinu og eftir því, hvort brot
er ítrekað. í 19. og 20. gr. laganna
segir um áminningu frá landlækni
og um sviptingu lækningaleyfis, þó
að ekki sé höfðað refsimál. 1 23.
gr. er svipað ákvæði um sviptingu
leyfis til að gefa ávísanir á ávana,-
og fíknilyf. Hér er ekki unnt að
taka þessi ákvæði upp í heild eða
endursegja þau nákvæmar, en hins
vegar mun reynt að skýra þau
nokkuð með tilliti til almennra
reglna í íslenzkum refsirétti, enda
verður að ætla, að það sé lækna-
nemum gagnlegra en prentun laga-
textans, sem þeir eiga auðveldan
aðgang að annars staðar.
I almennum hegningarlögum frá
1940 með síðari breytingum eru
aðalákvæðin um refsingar og refsí-
kennd viðurlög í íslenzkum rétti.
Refsiákvæði er, svo sem þegar er
fram komið, að finna, í ýmsum
fleiri lögum, og kallast þau einu
nafni sérrefsilög. Læknalögin telj-
ast til þeirra. í 1. gr. hegningar-
laganna er tekið fram, að ekki
skuli refsa manni, nema hann hafi
gerzt sekur um háttsemi, sem
refsing er lögð við í lögum eða
öldungis má jafna til slíkrar hegð-
unar. 1 þessu felst, að óheimilt er
að dæma menn til refsingar, nema
skv. lögum, sem Alþingi hefur sett
og forsetinn undirritað, og sem
síðan hafa verið birt í Stjórnar-
tíðindum. Einnig getur refsing
byggzt á bráðabirgðalögum og á
reglugerðum, tilskipunum eða öðr-
um almennum reglum, sem stjórn-
völd hafa sett, ef ótvíræð heimiJd
er í settum lögum til að setja slíkt
refsiákvæði í reglugerð. Er vald-
framsal af þessu tagi allalgengt
og ekki vafamál, að það er heim-
ilt. Svo sem nánar mun verða rætt
síðar, eru þessar réttarheimildir,
sem refsingar eru byggðar á, allt
aðrar en þær. sem skaðabætur eru
byggðar á, en venjulega eru skaða-
bætur dæmdar á grundvelli svo-
nefndra fordæmisreglna, þ.e.
reglna, sem leiddar eru af eldri
dómum, fyrst og fremst Hæsta-
réttardómum. Fordæmi er hins
vegar ekki fullnægjandi heimild
til að dæma refsingu. — 1 hegn-
ingarlögunum eru ýmis ákvæði,
sem gilda, ef beita á sérrefsilög-
um. Þar á meðal eru ákvæði um
neyðarrétt, þ.e. skerðingu minni.
hagsmuna fyrir meiri, sem leiðir
til refsileysis í sumum tilvikum,
um sakhæfi manna og saknæmi
verknaða, þ.e. það skilyrði, að þeir
séu unnir annaðhvort með ásetn-
ingi eða af gáleysi. Til refsingar
fyrir gáleysisbrot samkvæmt al-