Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 136

Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 136
118 LÆKN ANEMINN nákvæmlega eftir henni og gæta fyllstu samvizkusemi í hverju einu, þar á meðal í því að baka ekki sjúklingum sínum eða aðstandend- um þeirra óþarfan kostnað, svo sem með óhóflegri lyfjanotkun, óþörfum vitjunum eða aðgerðum, ónauðsynlegri aðstoð o.s.frv." — í 8. gr. læknalaganna er mælt fyr- ir um skyldur lækna til að veita skyndihjálp, og 9. gr. er um vitj- anaskyldu í þéttbýli, þar sem ekki er læknavakt. Þá eru í kaflanum um réttindi og skyldur lækna fyr- irmæli um opinber vottorð, um ráðstafanir til að forða óförum af völdum sjúkra manna og fleira. I 4. kafla læknalaganna er mælt fyrir um refsingar og önnur við- urlög. I 18. gr. segir, að brot gegn ákvæðum laganna varði 100— 10.000 króna sektum, sviptingu lækningaleyfis og fangelsi, nema þyngri refsing liggi við eftir öðr- um lögum. I þessari sömu grein er einnig sagt nokkuð um það, hvernig meta eigi refsingu í hverju einstöku máli. Fer það eftir því, hvort brotið telst meiri háttar eða minni háttar, eftir tjóni eða hættu af brotinu og eftir því, hvort brot er ítrekað. í 19. og 20. gr. laganna segir um áminningu frá landlækni og um sviptingu lækningaleyfis, þó að ekki sé höfðað refsimál. 1 23. gr. er svipað ákvæði um sviptingu leyfis til að gefa ávísanir á ávana,- og fíknilyf. Hér er ekki unnt að taka þessi ákvæði upp í heild eða endursegja þau nákvæmar, en hins vegar mun reynt að skýra þau nokkuð með tilliti til almennra reglna í íslenzkum refsirétti, enda verður að ætla, að það sé lækna- nemum gagnlegra en prentun laga- textans, sem þeir eiga auðveldan aðgang að annars staðar. I almennum hegningarlögum frá 1940 með síðari breytingum eru aðalákvæðin um refsingar og refsí- kennd viðurlög í íslenzkum rétti. Refsiákvæði er, svo sem þegar er fram komið, að finna, í ýmsum fleiri lögum, og kallast þau einu nafni sérrefsilög. Læknalögin telj- ast til þeirra. í 1. gr. hegningar- laganna er tekið fram, að ekki skuli refsa manni, nema hann hafi gerzt sekur um háttsemi, sem refsing er lögð við í lögum eða öldungis má jafna til slíkrar hegð- unar. 1 þessu felst, að óheimilt er að dæma menn til refsingar, nema skv. lögum, sem Alþingi hefur sett og forsetinn undirritað, og sem síðan hafa verið birt í Stjórnar- tíðindum. Einnig getur refsing byggzt á bráðabirgðalögum og á reglugerðum, tilskipunum eða öðr- um almennum reglum, sem stjórn- völd hafa sett, ef ótvíræð heimiJd er í settum lögum til að setja slíkt refsiákvæði í reglugerð. Er vald- framsal af þessu tagi allalgengt og ekki vafamál, að það er heim- ilt. Svo sem nánar mun verða rætt síðar, eru þessar réttarheimildir, sem refsingar eru byggðar á, allt aðrar en þær. sem skaðabætur eru byggðar á, en venjulega eru skaða- bætur dæmdar á grundvelli svo- nefndra fordæmisreglna, þ.e. reglna, sem leiddar eru af eldri dómum, fyrst og fremst Hæsta- réttardómum. Fordæmi er hins vegar ekki fullnægjandi heimild til að dæma refsingu. — 1 hegn- ingarlögunum eru ýmis ákvæði, sem gilda, ef beita á sérrefsilög- um. Þar á meðal eru ákvæði um neyðarrétt, þ.e. skerðingu minni. hagsmuna fyrir meiri, sem leiðir til refsileysis í sumum tilvikum, um sakhæfi manna og saknæmi verknaða, þ.e. það skilyrði, að þeir séu unnir annaðhvort með ásetn- ingi eða af gáleysi. Til refsingar fyrir gáleysisbrot samkvæmt al-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.