Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Side 139

Læknaneminn - 01.03.1972, Side 139
LÆKNANEMINN 121 I læknalögunum eru sérstök ákvæði um heimild til að fyrir- skipa tilteknum lækni að halda skrá um ávísanir sínar á ávana- og fíknilyf og um sviptingu leyfis til að ávísa slíkum lyfjum. Ákvæði þau í læknalögum nr. 80/1969, sem nú hafa verið rakin, eru fræðilega mikilvæg, þegar gera skal grein fyrir ábyrgð lækna. Má ætla, að í reynd skipti fyrirmælin um sviptingu lækningaleyfis mestu máli. Ekki hef ég leitað upplýsinga um fjölda slíkra leyfissviptinga, sem jafnan eru framkvæmdar af ráðherra eftir ábendingu landlækn- is og hafa aldrei síðar verið born- ar undir dómstóla, svo að vitað sé, a.m.k. ekki á síðari áratugum. Ekki er heldur kunnugt um neinn refsidóm yfir íslenzkum lækni vegna brota í starfi. Alkunna er hins vegar, að fyrir rúmlega 20 árum var höfðað mál vegna grun- ar um fóstureyðingu, en því lauk með sýknudómi í Hæstarétti, en læknirinn var þó sektaður fyrir að gæta ekki sóttvarnarreglna. Dóm- urinn er í Hæstaréttardómum, XXII. bindi, bls. 310-354. Grein um dóminn eftir dr. Einar Arn- órsson er í Tímariti lögfræðinga, 1952, bls. 86-122. — Þess er hér að geta, að í læknalögunum, 10. grein, eru ákvæði um þagnar- skyldu lækna. Hér er um að ræða starfsskyldu, sem refsing liggur við brotum á. Dómar eru til all- margir um það, hvað felist í þagn- arskyldunni, en ekki eru hins veg- ar til prentaðir dómar í refsimál- um vegna brota gegn þessari skyldu. Það myndi lengja greiri þessa úr hófi, ef rætt yrði nánar um þetta atriði, og verður vart talið, að dómar þeir, sem nefndir voru, falli innan þess sviðs, sem greinin á að fjalla um. Mun því ekki nánar að þagnarskyldunni vikið, en helztu íslenzku hæsta- réttardómarnir, sem þetta varða, eru: XVI, 315 og XVII, 599 (fram- lagning krufningsskýrslu), XX, 10 (upplýsingar um fóstureyðingu), XXI, 94 (viðtöl læknis við látinn mann um batahorfur), XXI, 149, XXI, 150, XXI, 152 (upplýsingar um fóstureyðingu), XXXI, 264 (upplýsingar úr spjaldskrá Blóð- bankans), XXXI, 267 (réttur sjúklings til að fá eigin sjúkra- skýrslu, XXXII, 266 (framlagning dánarvottorðs). Greinar um þagn- arskylduna eftir Árna Tryggva- son eru í Tímariti lögfræðinga, 1952, bls. 51-64 og í Læknablað- inu 1954, bls. 91-110. Einnig má vísa til umræðna á 19. Norræna lögfræðingamótinu 1951. Læknalögin eru ekki einu lc-gin, sem máli skipta, þegar gera á grein fyrir refsiábyrgð lækna. I almeim- um hegningarlögum nr. 19/1940, sem áður eru nefnd, koma nokk- ur atriði til skoðunar í þessu sam- bandi. 1 124. gr. laganna er lögð refsing við ósæmilegri meðferð á líki, og er fræðilega hugsanlegt, að óheimil meðferð líks til rannsókna eða kennslu væri refsiverð eftir þessu ákvæði. Brot gegn kvaðn- ingu yfirvalds til aðstoðar til að koma í veg fyrir ófarnað, getur verið refsiverð eftir 127. gr. hegn- ingarlaga, jafnframt því að vera það eftir læknalögum. I 169. gr. er ákvæði um skyldu til að afstýra og vara við óförum, sem einnig getur haft hér þýðingu. I 173. gr. eru ákvæði um sölu og útbreiðslu á gagnslausum efnum sem læknis- lyf væru, og í 175. gr. um brot gegn sóttvarnareglum, I 187. gr. hegningarlaganna er að finna al- mennt ákvæði um brot á skyldum gegn hinu opinbera, þegar menn hafa leyfi til „einhverrar einka- starfsemi". I 192. gr. er mælt fyr-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.