Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 61
LÆKNANEMINN
Svar
um námsdvöl
á Akranesi
53
Ritnefnd Læknanemans. Febrúar 1972.
Sg vil þakka ritnefnd Læknanemans þá velvild, sanngirni og
prúðmennsku að senda okkur, Jóni Jóhannessyni, aðstoðar-
lækni mínum, próförk af grein Öttars Guðmundssonar,
stud. med., o. fl., og gefa okkur kost á athugasemdum í blaði
ykkar. Er það ólíkt framkomu þeirra félaga.
Sá er grundvallarmisskilningur í grein þessara fjórmenninga,
að vinna stúdenta á lyflæknisdeild Sjúkrahúss Akraness er ekki
og hefur aldrei verið löggiltur námskúrsus. Enginn samningur
er til um slíkt né hafa neinar viðræður farið fram um slíkt. Held-
ur hefur stúdent verið ráðinn að deildinni til að vinna ákveðin
störf fyrir laun, sem síðasta mánuð námu kr. 33.622,40 auk
húsnæðis og fæðis.
Hinsvegar er til samningur um löggiltan námskúrsus á hand-
lækningadeild Sjúkrahúss Akraness frá 10. júlí 1965, og er hann
mér óviðkomandi.
Það eru ýmsar ástæður fyrir því, að við getum ekki, að svo
stöddu, haft námskúrsus á lyflækningadeild. Höfuðástæður eru
þessar:
1) Lyflækningadeildin nýja kemur ekki í gagnið samkvæmt
núverandi byggingaáætlun fyrr en 1974. Verður því að sinni
að notast við deild gamla sjúkrahússins, þar sem, eins og getið
er, einnig liggja langlegu- og hjúkrunarsjúklingar, en ástand
flestra þeirra er þó þannig, að þeir þurfa stöðuga lyflæknis-
meðferð.
2) Aðeins tveir læknar eru við deildina, og hafa þeir svo
miklum skyldum að gegna í starfi sínu við sjúkrahúsið og
bæjarfélagið, að ekki gefst tími til kennslu eins og vera ber
á kennslusjúkrahúsi.
3) Hjúkrunarkvennaliðið er það fámennt, að ekki er hægt að
lengja stofugang meir en þörf krefur, svo að hjúkrunarkonur
geti sinnt öðrum störfum sínum.
Fleira mætti til telja.
Stúdentar á handlækningadeild hér fá sennilega betri aðstöðu
til lærdóms, þar sem þeir aðstoða skurðlækna á skurðstofu og
slysastofu og fá tækifæri til að gera að smærri slysum. Eru
þeir þó ekki ánægðir eins og nýlegt bréf þeirra sýnir. Stúdent-
ar á lyflækningadeild gætu líka lært eitthvað, en það er ákaf-
lega mikið undir stúdentum sjálfum komið. 1 minni tíð hér
hafa komið nokkrir stúdentar, sem eru til fyrirmyndar, hvað
snertir dugnað, samvizkusemi og áhuga. Mér og Jóni hefur