Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 100
86
LÆKNANEMINN
Mynd 5: Aneurysma cerebri. Aneurysmað situr á a. communicans
anterior. Sj. er 52ja ára kona, er ávallt hafði verið hraust og sér-
lega aldrei haft höfuðverk. Veiktist skyndilega með öll einkenni um
subarachnoid blæðingu, og mænuvökvi var blóðugur. Neurologísk
einkenni voru annars væg, en beggja vegna. Slíkt er algengt við
skemmd á þessum stað og gæti beint athyglinni að vertibrobasilar
svæði.
vegna æðasamdráttar er alltaf
fyrir hendi. Þá ber að gæta þess,
að enda þótt blæðing sé primert
subarachnoidealt, getur fylgt með
og myndast mikið intracerebralt
haematoma, sem eitt út af fyrir
sig getur þurft skurðaðgerðar við,
áður en til greina kemur að ráðast
að aneurysmanu sjálfu,
Þegar ekki verður komið við
kirurgiskri meðferð, eða þegar
ekkert aneurysma finnst, einsog
er í 10% tilfella, verður meðferð-
in medicinsk. Hún er í þeirri mynd,
að sjúklingar skulu alveg liggja í
3—4 vikur, en er síðan komið hægt
og gætilega á hreyfingu úr því, og
svo haldið frá öllu erfiði í 3 mán-
uði. Mesta hættan á annarri blæð-
ingu er á fyrstu 12—15 dögunum
eftir þá í'yrstu, og mjög ríður á
þessa daga, að öllum einkennum
sjúklings sé haldið niðri, róandi
lyf notuð einsog þarf og að öll
líkamleg áreynsla sé í algeru lág-
marki. Reynt hefur verið að gefa
lyfið Epsicapron til þess að reyna
að hindra endurblæðingar, en nyt-
semi þess er ekki sannreynd.
Hætta á síðbúinni endurblæðingu
er því miður miklu hærri eftir
medicinska en kirurgiska meðferð,
og því hafa skurðlæknar í æ rík-
ara mæli lagt sig eftir að ná til
aneurysma, þótt á erfiðum stöð-
um væru. Þannig þótti til skamms
tíma tæplega ómaksins vert að sjá
aneurysma í fossa posterior, þar
eð á þau yrði ekki ráðizt kirurg-
iskt, en árið 1959 birtu Logue og
Dimsdale árangur af sex aðgerð-
um á þessu svæði, og hafði hann
verið ágætur, og yfirleitt hefur
árangur skurðlækna orðið stöðugt