Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Side 88

Læknaneminn - 01.03.1972, Side 88
78 LJEKNANEMINN sjaldgæft við heilablóðfall og myndi strax vekja grun um, að annað væri á ferðinni. 4) Hálsæð- ar. 16% af heilablóðföllum má rekja til þrenginga á hálsæðum. Það er því ávallt mikilvægt að þreifa eftir slætti þar og hlusfca eftir óhljóðum. I beinu framhaldi af þessu skyldi svo bera saman styrkleika radial pulsa og mæla blóðþrýsting í báðum handleggj- um. Systoliskur munur >20 hefur gildi. Aðrir hlutar hinnar neuro- logisku skoðunar hafa staðsetn- ingargildi en hjálpa ekki til frek- ari greiningar milli blæðingar eða stíflu, nema þá áttun á meðvit- undarástandi, sem er yfirleitt dýpra við blæðingar heldur en æða- stíflur. 5) Hjarta og blóðrásar- kerfi. Athuga þarf ástand allra æða einsog við verður komið m.t.t. arteriosclerosu, og ég vil minna á temporal æðarnar. Blóðþrýstingur þarf að mælast, og háþrýstingur þýðir undantekningarlítið blæðing. Hann getur þó mælzt hár sem af- leiðing, og því er saga um háþrýst- ing mikilvægari. Óregla á hjart- slætti og þá einkum fibrillation gæti bent á emboliur, og thyreo- toxicosa skyldi höfð í huga og ann- að athugað m.t.t. þess. Hjarta- block gefur hinsvegar gjarnan ein- kenni, sem líkjast tímabundinni blóðrásartruflun. 6) Skoðun á húð, hári og liðum verður ávallt við- komið. Þar gætu fundizt einkenni um collagenosu. og arteritis væri þá hugsanlega á ferðinni, Merki gætu verið um hypercholesterol- aemiu og loks um blæðingar af óskýrðu tilefni. Hér er flest það upptalið, sem að gagni má verða til þess að átta sig betur á eðli heilablóðfalls, en a.ö.l. vísa ég stúdentum til þess, sem í kennslu- bókum stendur um skoðun á með- vitundarlausum sjúklingum. Gildi rannsókna er hér hið sama og við aðra sjúkdóma; átta sig betur á, hvað gerzt hefur, og þá fyrst og fremst m.t.t. meðferðar, þ.e.a.s., hvort henni verði yfirleitt einhverri viðkomið og þá í hverri mynd með beztum árangri. Ég hygg, að aldrei eigi að rannsaka sjúklinga umfram það, er geti orð- ið þeim að gagni, og það því frem- ur svo, ef rannsóknunum fylgir áhætta, en það er mikill vandi að þekkja takmörkin hverju sinni í þessu efni, en bezt er að minnast þess strax, að eitt getur ekki jafnt yfir alla gengið, og því eru engar ,,rútínu“ rannsóknir til. Sjúklingar skulu rannsakaðir m.t.t. þess, sem nauðsynlegt telst annarsvegar og eftir því, sem á þá verður lagt hinsvegar. Sjúklingar með heila- blóðfall skal rannsaka m.t.t. þeirra sjúkdóma, sem öðrum fremur valda sjúklegu ástandi í æðakerfi sem og þeirra, er valda óeðlilegri blæðingatilhneigingu. Hjartastarf- semi skal athuguð, og finnist þar eitthvað athugavert, skal það rannsakað, hver orsök þess er. Hið sama gildir um hækkaðan blóðþrýsting. Hinar svonefndu neurologisku rannsóknir verða nú gerðar að umræðuefni. Erfitt er að framkvæma þessar rannsóknir í einni fastmótaðri keðju, nokkuð verður að haga segl- um eftir vindi, en æskilegt er auð- vitað að fá sem mestar upplýsing- ar með þeim rannsóknum, er minnst álag og áhættu leggja á hinn sjúka. Gallinn er aðeins sá, að þær eru yfirleitt ekki nægjan- lega afgerandi, og í einstaka til- fellum geta þær jafnvel verið vara- söm tímasóun, einkum við epi- og subdural blæðingar, eða þegar æð í hálsi er að lokast. Þessar rann- sóknir eru höfuðmyndir, heilalínu- rit, echo-encephalogram, dermato-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.