Læknaneminn - 01.03.1972, Page 88
78
LJEKNANEMINN
sjaldgæft við heilablóðfall og
myndi strax vekja grun um, að
annað væri á ferðinni. 4) Hálsæð-
ar. 16% af heilablóðföllum má
rekja til þrenginga á hálsæðum.
Það er því ávallt mikilvægt að
þreifa eftir slætti þar og hlusfca
eftir óhljóðum. I beinu framhaldi
af þessu skyldi svo bera saman
styrkleika radial pulsa og mæla
blóðþrýsting í báðum handleggj-
um. Systoliskur munur >20 hefur
gildi. Aðrir hlutar hinnar neuro-
logisku skoðunar hafa staðsetn-
ingargildi en hjálpa ekki til frek-
ari greiningar milli blæðingar eða
stíflu, nema þá áttun á meðvit-
undarástandi, sem er yfirleitt
dýpra við blæðingar heldur en æða-
stíflur. 5) Hjarta og blóðrásar-
kerfi. Athuga þarf ástand allra
æða einsog við verður komið m.t.t.
arteriosclerosu, og ég vil minna á
temporal æðarnar. Blóðþrýstingur
þarf að mælast, og háþrýstingur
þýðir undantekningarlítið blæðing.
Hann getur þó mælzt hár sem af-
leiðing, og því er saga um háþrýst-
ing mikilvægari. Óregla á hjart-
slætti og þá einkum fibrillation
gæti bent á emboliur, og thyreo-
toxicosa skyldi höfð í huga og ann-
að athugað m.t.t. þess. Hjarta-
block gefur hinsvegar gjarnan ein-
kenni, sem líkjast tímabundinni
blóðrásartruflun. 6) Skoðun á húð,
hári og liðum verður ávallt við-
komið. Þar gætu fundizt einkenni
um collagenosu. og arteritis væri
þá hugsanlega á ferðinni, Merki
gætu verið um hypercholesterol-
aemiu og loks um blæðingar af
óskýrðu tilefni. Hér er flest það
upptalið, sem að gagni má verða
til þess að átta sig betur á eðli
heilablóðfalls, en a.ö.l. vísa ég
stúdentum til þess, sem í kennslu-
bókum stendur um skoðun á með-
vitundarlausum sjúklingum.
Gildi rannsókna er hér hið sama
og við aðra sjúkdóma; átta sig
betur á, hvað gerzt hefur, og þá
fyrst og fremst m.t.t. meðferðar,
þ.e.a.s., hvort henni verði yfirleitt
einhverri viðkomið og þá í hverri
mynd með beztum árangri. Ég
hygg, að aldrei eigi að rannsaka
sjúklinga umfram það, er geti orð-
ið þeim að gagni, og það því frem-
ur svo, ef rannsóknunum fylgir
áhætta, en það er mikill vandi að
þekkja takmörkin hverju sinni í
þessu efni, en bezt er að minnast
þess strax, að eitt getur ekki jafnt
yfir alla gengið, og því eru engar
,,rútínu“ rannsóknir til. Sjúklingar
skulu rannsakaðir m.t.t. þess, sem
nauðsynlegt telst annarsvegar og
eftir því, sem á þá verður lagt
hinsvegar. Sjúklingar með heila-
blóðfall skal rannsaka m.t.t. þeirra
sjúkdóma, sem öðrum fremur
valda sjúklegu ástandi í æðakerfi
sem og þeirra, er valda óeðlilegri
blæðingatilhneigingu. Hjartastarf-
semi skal athuguð, og finnist þar
eitthvað athugavert, skal það
rannsakað, hver orsök þess er.
Hið sama gildir um hækkaðan
blóðþrýsting. Hinar svonefndu
neurologisku rannsóknir verða nú
gerðar að umræðuefni.
Erfitt er að framkvæma þessar
rannsóknir í einni fastmótaðri
keðju, nokkuð verður að haga segl-
um eftir vindi, en æskilegt er auð-
vitað að fá sem mestar upplýsing-
ar með þeim rannsóknum, er
minnst álag og áhættu leggja á
hinn sjúka. Gallinn er aðeins sá,
að þær eru yfirleitt ekki nægjan-
lega afgerandi, og í einstaka til-
fellum geta þær jafnvel verið vara-
söm tímasóun, einkum við epi- og
subdural blæðingar, eða þegar æð
í hálsi er að lokast. Þessar rann-
sóknir eru höfuðmyndir, heilalínu-
rit, echo-encephalogram, dermato-