Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 18
26
ÚR VAL
íhefði geta9 munað eftir öllu,
sem hann vildi, — og það ge-tum
við líka.
Það skiptir miklu, að fólk, sem
vill bæta minni sitt, geri sér ljóst
að svo kallað slæmt minni er
ekki ólæknandi kvilli.
„Venjnlegt fóllc,“ segir hinn
þeklcti sálfræðingur C'arl Sea-
shove prófessor, „notar ekki
nema 10% af raunverulegum
minnishæfileika sinum. Það eyði-
leggur 90% með því að brjóta í
bág við náttúrleg lögmál minn-
ishæfileikans.“
Ert þú einn þeirra, sem fara
þannig að ráði sínu? Ef svo er,
þá bakar þú þér óþarfa erfið-
leika — eins og litla stúlkan, sem
sagði: „Minnið, — það er það,
sem ég gleymi með.“
Ef maður ætlar að muna eftir
einhverju, verður hann umfram
allt að treysta minni sínu, bera
traust til minnishæfileikans. Sé
hann hræddur um að gleyma, er
nærri vist, að sú verður raunin á.
Traust minni er háð því, að
farið sé eftir þeim grundvallar-
reglum, sem um það gilda. Þessi
lögmál eru einföld, en þau eru
undirstaða allra minniskerfa,
sem upp hafa verið fundin.
Þessi lö'gmál eða reglur má
draga saman í þvjú orð: áhrif,
endurtekning, hugmyndatengsl.
Endurminning er—öllu fremur
komin undir áhrifunum, sem eitt-
hvað hefur haft á mann. Því
sterkari sem áhrifin eru, þeim
mun lengur endaði minningin,
og til þess að áhrifin verði sem
sterkust, er nauðsynlegt að ein-
beita sér.
Ljósmyndavél getur ekki tekið
myndir í þoku. Á sama hátt get-
ur hugur þinn ekki tekið á móti
áhrifum og varðveitt þau, ef
hann verður jafnframt fyrir alls
konar annarlegum truflunum,
sem draga úr athyglinni. Vilji
maður t. d. muna eitthvert
mannsnafn, verður maður að
einbeita sér að heyra það rétt,
og sama gildir um allt annað,
sem ætlunin er að muna. Áhrif-
in geymast síðan í huganum
fyrir einbeitingu athyglinnar.
Annað lögmál minnisins er
endurtekningin. Gott dæmi um
gildi hennar er hinn furðulegi
árangur, sem kínverskir fræði-
menn hafa náð í utanbókarlær-
dómi, en þeir geta þulið upp úr
sér geysistór trúarrit. Sama máli
gegnir um Múhameðstrúarmenn,
sem kunna Kóraninn spjaldanna
á milli, en hann er rit á stærð
við Nýja testamentið. Þessir
menn hafa einungis Iært að nota
minnishæfileikann, einkum með
því að beita endurtekningarlög-
málinu.
Sama ve-rður uppi á teningn-