Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 33
IIUGDJAfíFUR FOfíSETI
41
og æsa Breta til styrjaldar.
Ivomst meira að segja á kreik
orðrómur um, að Nýja-England
ætlaði að segja sig úr ríkjasam-
bandinu.
En þótt íbúar Massachusetts
væru fullir haturs í garð Jeff-
ersons og hafnbannsins, voru
þeir jafnvel enn biturri yfir
„liðhlaupi“ öhlungadcildarþing-
mannsins þeirra yfir í raSir ó-
vinanna. Blaðið Hampshire Gaz-
ette kallaði hann flokkssvikara.
Fyrri vinir hans í Boston, ríkir
menn menntaðir og áhrifamikl-
ir, snerust allir gegn honum.
„Hann gengur um göturnar rétt
eins og áður,“ skrifaði einn leið-
togi sambandssinna,“ en enginn
virðist þekkja hann.“
John Quincy Adams var einn,
— en þó ekki alveg. Þegar
heimaríki sans snerist gegn
honum, leitaði hann til föður
síns og skrifaði honum um hug-
arstríð sitt. Og faðir hans svar-
aði: „Ég ráðlegg þér að halda
ótrauður þeirri stefnu, sem þú
hefur markað þér, þvi að ég
er þeirrar skoðunar, að hún sé
rótt.“
Og enn einu sinni stóðu Ad-
amsfeðgarnir saman og það i
deilu þar sem John Quincy
studdi forsetann, sem borið
hafði sigurorð af föður hans!
Löggjafarþing Massachusetts
kom saman í mailok 1808 með
þeim ásetningi, eins og fylkis-
stjórinn skrifaði Jefferson, „að
losa sig við John Quincy Ad-
ams“. Jafnskjótt sem báðar
deildir þingsins komu saman,
var eftirmaður Adams kosinn
þegar i stað, — niu mánuðum
áður en kjörtíinabil hans rann
út, en á þeim tíma voru öldunga-
deildarþingmenn kosnir á l'ylk-
isþingum. Og að þeirri kosningu
lokinni samþykkti þingið að
fyrirskipa öldungadeildarþing-
mönnum sínum að gera allt, sem
i þeirra valdi stæði, til að fá
hafnbannið numið úr gildi.
Adams átti ekki nema um eina
leið að velja. Hann sagði lausu
sæti sínu í öldungadeildinni.
„En,“ skrifaði hann, ég iðrast á
engan hátt gerða minna, og ég
mundi breyta nákvæmlega eins
aftur, þótt ég ætti á hættu tíu
sinnum meiri óhróður.“
John Quincy Adams dró sig nú
í hlé frá opinberum störfum hat-
aður af sambandssinnum og tor-
tryggður af fylgismönnum Jeff-
ersons. Heillastjarna hans átti þó
aftur eftir að rísa, en aldrei
gleymdi hann þessum atburðum,
og aldrei skorti hann hugrekki
til að hlýða rödd samvizku sinn-
ar. Fljótlega eftir að hann hætti
störfum sem forseti árið 1829,
var hann beðinn af kjósendum
í Plymouth að gerast fulltrúi
þeirra á þinginu. Hann sam-