Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 74
82
ÚRVAL
draummenn, en þrátt fyrir það
árgalar, sem vakið hafa dottandi
fjöldann til óeirðar og knúið
hann til að rétta úr sér, skima i
kringum sig, — og siðan lagt á
brattann, næstum óvitandi, en
með grun um nýja framtið i
hugarfylgsnum sínum. Einhvern
veginn verða mér hinir siðar-
töldu minnistæðastir. Þetta er
ef til vill eðlilegt, þar sem ég
hef starfað alla ævi meðal fólks,
sem var réttindalaust, reis á fæt-
ur og vann sér frelsi, vakti
félagsmálahreyfingar og skap-
aði að lokum nýtt land. Ég hef
lifað á byltingatímum. — Og er
þá nokkur furða, þó að mér
verði minnisstæðastir þeir
mennirnir, sem voru árgalar
þeirrar byltingar?
II.
Eyrarbakki var aldagamall
verzlunarstaður. Þar ríktu ein-
okunarkaupmenn og síðar arf-
takar þeirra. Þar gafst hið er-
lenda búðarvald siðast upp á
landi hér. Þar var — og hafði
alltaf verið — langt á milli
hallar og kots, milli þjóns og
húsbónda, þræls og herra. Til
Eyrarbakka sóttu bændur verzl-
un úr mörgum sýslum. Og af
því að þar var einnig mikið
útræði þrátt fyrir erfiðar að-
stæður komu hundruð bænda
og bændasona úr sömu sýslum
í ver, svo að jafnvel fjölgaði um
helming i þorpinu á vertíð. Á
Eyrarbakka kvisluðust því marg-
ir straumar: erlend menning, en
henni fylgdi víður sjóndeildar-
hringur, hókmenntir, músik,
söngur, félagslíf og fágun, svo
að jafnvel verkamenn og sjó-
menn voru skyldaðir til að
mæta með hvita hanska, ef þeir
vildu fá aðgang að árlegum
dansleik, — og herramennslca,
húsbóndasvipur, stundum hroki
og vald, og á hinn bóginn: rót-
gróin sveitamenning, fastar venj-
ur og fornar, ótemjandi vinnu-
harka og sleitulaus ástundun,
sparnaður og nýtni, miskunnar-
leysi við sjálfa sig og ódrepandi
seigla, þegar við erfið viðfangs-
efni var að etja. Baráttan við
brimgarðinn hafði og sín ör-
lagariku uppeldisáhrif á börn
þorpsins. Ógnir hans á vetrum
vofðu í hugum allra. Hann var
alltaf til alls búinn. Aldrei var
hægt að vita, hvort skipið, sem
róið var út fyrir hann að
morgni, kæmist heilt í höfn að
kvöldi. Ég man marga hlæja
storkandi framan i brimgarðinn,
þegar hann var í ham, jafnvel
þó að fyrir utan sæist grilla í
litlar fleytur, sem biðu færis
að skjótast inn á snöggu lagi.
Ég man einnig menn, sem urðu
vitni að slysum, en æðruðust
ekki, urðu ef til vill niðurlútir