Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 170
178
ÚR VAL
heyrt að mikið væri af igúnum
þar í grennd. Þegar kom aS
landamærunum, sagSi banda-
riski vörSurinn að við yrðum
aS skrásetja örninn; annars yrði
litið á hann sem villidýr þegar
viS kæmum til baka, og strangt
bann væri viS þvi að flytja
vibidýr inn í Bandaríkin. Þegar
kom til kasta þeirra mexi-
könsku, urðu þeir að fletta upp
i reglugerðum sínum, en kom-
ust að raun um að þar væri
ekki neitt ákvæði að finna, sem
bannaði bandarisku ferSafólki
aS hafa tamda erni í fari sínu
inn yfir landamærin; við urðum
samt aS skrásetja fuglinn, svo
þeir gætu sannfærzt um að við
skildum hann ekki eftir þar í
landi. Þeir kölluðu örninn „Águ-
ila“, og eins gerSu krakkarnir
þar sem við fórum um, en svo
heitir örn á spænsku, og festist
nafnið við hann síðan.
ViS ókum síðan eins og leiS
lá til Texco, en sú leið reyndist
mun seinfærari og lengri en
við gerðum ráð fyrir, þar eð
við höfSum ekki reiknaS meS
öllum beygjum og bugSum á
fjallvegunum. Ég var farin aS
halda að Texco væri ekkert
nema þjóðsögn, þegar viS höfS-
um ekið um alla þessa brekku-
sneiðinga langt fram á kvöld,
en loks sáum við Ijósin í þorp-
inu framundan, þar sem þau
tindruSu eins og stjörnur í
myrkrinu. Við dvöldumst í
gistihúsi um nóttina, en um
morguninn tókst okkur að fá
leigt lítið hús, sem var mjög
viS okkar hæfi; ráðskonan, öldr-
uS indíánakona, María að nafni,
fylgdi með í leigunni, en hún
átti eftir að reynast okkur betri
en engin. Og það leit út fyrir
að fólkið í Texco væri ýmsu
vant — að minnsta kosti virtist
það taka því eins og sjálfsögS-
um hlut, að ferðafólk hefði með
sér tamda erni ...
-—o—
Þegar Aguila var farinn að
venjast fjallaloftslaginu hófst
lokaþáttur tamningarinnar. Dan
varð að vera viss um að hann
kæmi afur þótt hann sleppti
honum á flug. Fyrst í stað batt
hann langri, létttri taug í leður-
reimarnar um lappir hans; hin-
um enda taugarinnar hnýtti
hann svo um mitti mér og átti
ég að vera einskonar stjóri. Þeg-
ar hann hafði sleppt erninum,
lézt hann ekki heyra hvernig
sem hann blistraði, en veittist
hinsvegar að mér með nefi og
klóm svo að ég varð að verja
andlitið með höndunum. Þetta
var hræðilegasta raun. Ég æpti
og bað Dan að koma mér til
aðstoðar, en hann kallaði að ég
mætti ekki æsa örninn svona,
og það segi ég satt, að þá varð