Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 91
LOFTSLAGSSTJÓRN
99
Hins vegar hafa komið fram
ýmsar alvarlegar tillögur.
Sovézkur verkfræðingur lagði
nýlega til, að stífla yrði gerð
þvert yfir Beringssund, og síðan
yrði íshafinu dælt yfir i Kyrra-
haf. Þetta átti að örva straum
frá Atlantshafi, og af því átti
að leiða hærri hita á heim-
skautssvæðinu.
Þessi tillaga vakti töluverða
athygli. Loks var henni svarað
af landa tillögumannsins, sem
hélt því fram, að stíflan mundi
hafa þveröfug áhrif og auk þess
mundu koma fram önnur áhrif,
svo sem stækkun Góbí-eyði-
merkur í norðurátt.
Sannleikurinn er sá, að við
höfum ekki nægilegan skilning
á ýmsum fyrirbærum í gufu-
hvolfinu til að segja fyrir um
veðrið nokkra daga fram í
tímann. Og þaðan af síður get-
um við sagt fyrir um langvinn
áhrif eða meiri háttar breyt-
ingar á hitastigi eða vatnsmagni.
Áður en við höfum öðlazt slík-
an skilning, væri heimskulegt
af okkur að breyta loftslagi
nema i litlum mæli og við þær
aðstæður einar, að við getum
verið viss um að geta breytt
loftslaginu aftur til hins sama
og áður var.
En við mennirnir erum of
stoltir til að fresta ákveðnum
tilraunum til að stjórna eða
bæta umhverfi okkar.
Eitt þeirra fyrirbæra á yfir-
borði jarðar, sem hefur grund-
vallaráhrif á loftslag, er fjöll
og fjallgarðar. Til eru þau
svæði, þar sem minni háttar
breytingar á fjöllum gætu haft
meiri háttar áhrif á veðráttu
með nokkuð öruggum árangri.
Dæmi þess er Nevadaeyðimörk,
sem er einangruð frá rakamett-
uðu Kyrrahafslofti af samfelld-
um fjallgarði Sierra Nevada-
jálla. En þau fjöll taka allan
raka úr loftstraumum úr vestri
vegna þess, hve hátt loftið verð-
ur að stíga til þess að komast
yfir þau. Hins vegar eru í fjöll-
unum allmörg skörð innan við
10 mílur á lengd, sem við dýpk-
un mundu hleypa loftstraumi
með miklu meiri raka inn á
eyðimerkursvæðin. Það gæti sið'
an leitt af sér, að unnt yrði að
hreyta miklum hluta eyðimerk-
urinnar í byggilegt land, vel
fallið til ræktunar. Myndun og
vöxtur áa, vatna og gróðurs
mundi síðan skapa náttúrleg
skilyrði til að halda og nýta
hinar auknu vatnsbirgðir. Hlið-
aráhrif þessa máls yrðu senni-
lega einnig til góðs. Hin geysi-
lega úrkoma í Sierra Nevada-
fjöllum mundi sennilega minnka
lítið eitt, og auðveldara yrði að
halda ýmsum erfiðum fjallveg-
um í Kalíforníu snjólausum —