Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 109
SVÐURNESJAMENN
117
rak upp í fjöruna, var lionum
oft hent upp á túnin og hafður
til eidiviðar, en miklu lengri
tima tók að þurrka hann heldur
en þangið, þó að þurrkatíð væri.
Það var yfirleitt mikið ástund-
að á öllum heimilum að afla
sér eldiviðar á haustin; það
varð eiginlega að sitja í fyrir-
rúmi fyrir öllum öðrum fram-
leiðslustörfum á þessum árstima.
Drengur, sem eiti sinn var
spurður, hvenær hann væri
fæddur, en var ekki viss í mán-
aðardeginum, svaraði því til, að
hann væri fæddur um þang-
fjörutímann.
Þá minnist ég með nokkrum
orðnm á verzlunar- og viðskipta-
lífið, eins og það var á þessum
árum. Aðalverzlunarstaðurinn og
raunar hinn eini í þá daga var
Keflavík. Þangað iá leið allra
alls staðar að af Suðurnesjum,
sem í verzlun þurftu að fara,
og var það æði oft.
Að sjálfsögðu lögðu menn afla
sinn (fiskinn) í þá verzlun, er
þeir höfðu viðskipti við. Verzl-
anirnar voru þrjár: H. P. D.uus-
verzlun Fischers-verzlun og
verzlun Ólafs Norðfjörðs. Lang-
flestir liöfðu víst viðskipti við
Duus-verzlun; er mér ekki kunn-
ugt um, af hverju það staf-
aði; sennilega hafa vörubirgðir
verið þar mestar og sú verzlun
umfangsmest, því að aldrei
heyrði ég taiað um, að mönnum
þætti betra að verzla þar en á
hinum stöðunum. Þá verkuðu
allir fisk sinn sjálfir, nema ef
sumir fátæklingar neyddust til
að selja nokkra fiska blauta
við og við þcim, sem betri efni
höfðu; en það var alltaf álitið
neyðarúrræði. Fiskurinn var
vist venjulegast lagður inn á
svokallaðri kauptíð, er var ág-
ústmánuður, upp í skuldirnar,
er myndazt höfðu. Hjá öllum
fjöldanum gerði þetta innlegg
oft lítið betur en hrökkva fyrir
skuldum; þótti vist allgott, ef
innleggið varð meira en skuld-
in, að nægði fram að næstu ára-
mótum; en þá varð að byrja
aftur að lei'ta á náðir kaup-
mannsins með lán. Við getum
ímyndað okkur, að þeir, sem
áttu það lítið innlegg, að naum-
ast hrökk fyrir skuldum, hafi
horft með döprum huga til
framtíðarinnar; en það hafa
vist oft verið sorglega margir.
Þá var aflanum alltaf skipt í
fjöru, sem kallað var, og þegar
4 menn reru saman á fjögra-
mannafari, var skipt i 6 staði,
teknir tveir hlutir fyrir fleytuna.
Sá, sem hefur róið fyrir sínum
eina hlut á fjögramannafari
og hefur þurft að sjá fyrir
heimili, hefur án efa átt við
þröngan kost að búa. Þegar
heimilið var bjargarlaust, var