Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 152
160
svara spurningu móSur, sem al-
ið hefur barn með þennan van-
skapnað.
„Hvers vegna fæddist barnið
mitt vanskapað?"
Þessari spurningu hefur
ekki tekizt að svara. Við vitum,
að í 10. viku fósturlifsins vaxa
þeir hlutar andlitsins saman,
sem mynda nef, efri vör og efri
kjálka ásamt góm. Af ástæðum,
sem eru ekki skýrðar, getur
vöxtur truflazt, og þessir hlutar
vaxa eklti saman. Barnið fæðist
þá með skarð i einhverri mynd.
Helzt virðist vera um arfgenga
tilhneigingu að ræða, en aðrar
ástæður, svo sem næringarskort-
ur í fósturlifi, hafa verið nefnd-
ar.
Sennilegt er að skörð séu að
einliverju leyti ættgeng, en þó
ekki meira en svo, að litlar lík-
ur eru til, að tvö eða fleiri börn
af sama foreldri fæðist með þau.
„Hvað er hægt að gera til
þess að barnið mitt alist ekki
upp vanskapað og málhalt og
verði undir í.hinni hörðu sam-
keppni, sem ríkir i nútímaþjóð-
félagi? Hve margra aðgerða er
þörf og hvenær?“
Meðferð á skörðum er nú á
dögum samvinna sérmenntaðra
manna. Þessir menn vinna sam-
an, og sér hver aðili um sinn
hluta meðferðarinnar. Menn
þessir eru: (plastic) skurðlækn-
ÚR VAL
ir, sérfræðingur í tannréttingum
og talkennari.
Segja má, að meðferðin byrji
þegar við fæðingu og haldi áfr-
am, þar til fullum þroska er
náð. Þetta þýðir þó ekki, að
stöðugt sé verið að gera að-
gerðir, heldur, að barnið sé
undir stöðugu eftirliti. Aðgerðir
eru því færri sem meðferðin er
fullkomnari.
Markmið meðferðarinnar er
að gera útlit barnsins eins gott
og unnt er og skapa því not-
hæf talfæri, áður en það byrjar
að tala. Siðari meðferð er sú
að reyna að halda tanngarð-
inum réttum og fylla upp í
skörð með gervitönnum, laga
lýti, sem stafa af misvexti beina,
svo sem skekkju á nefi, leiðrétta
og laga mállýti og gera viðeig-
andi aðgerðir á koki og góm,
ef fyrri aðgerðir hafa ekki bor-
ið fullan árangur.
Skarðinu í vörinni er lokað
fyrst. Nái það ekki nema að
tanngarðinum, liggur ekki á að
gera við það, og er því venju-
legt að loka því fyrir 6 mánaða
aldur. Hér ræður útlitssjónar-
miðið eingöngu, því að skarðið
vikkar ekki með aldrinum.
Nái skarðið gegnum tann-
garðinn og góminn, gegnir nokk-
uð öðru máli. Sé vörinni ekki
lokað snemma, hefur skarðið í
tanngarði og góm tilhneigingu