Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 164
172
UR VAL
veitibrauðsdögunum
T f okkar Dan í litlu
í fX; íbúðinni okkar i
'fc'vpy Ncw York var enn
ekki lokið, þegar
síminn hringdi frekjulega og
mælt var karlmannsröddu:
„Þetta er í gistihúsinu handan
við götuna. Verið öldungis ró-
leg, en það er stór örn að fljúga
inn um gluggann hjá yður“.
„Ég veit það,“ svaraði ég.
„Hann skrapp inn í baðherberg-
ið til að fá sér bað.“
„Þér eigið við að yður sé
kunnugt um örninn?“
„Já. Þetta er heimilisfugl.“
„Jæja. Ég vissi það ekki, svo
ég hringdi til lögreglunnar,
veiðieftirlitsins og dýravernd-
unarfélagsins.“
Ég lagði talnemann á, gröm í
skapi. Þetta mátti nú kallast
regla á hlutunum þegar manns
eiginn örn mátti ekki sitja á
svalahandriðinu án þess að ein-
hver heimskur náungi færi að
hringja á lögregluna. Þessi örn
var einn af fjölskyldunni og
dýrmæt eign þar að auki. Við
Dan höfðum eytt mörgum vik-
um í að temja hann til að
gegna hlutverki veiðifálka, og
við ætluðum að fara með hann
upp i fjöllin í Suður-Mexikó og
láta hann veiða igúnur .. . allt
að sex feta langar eðlur, sem
eiga sér heimkynni þar í fjöll-
unum. Við ráðgerðum að semja
hlaðagreinar og flytja erindi um
þessar veiðar. Raunar bjóst ég
ekki við að nein þau ákvæði
fyndust í lögum, sem bönnuðu
manni að halda örn i íbúð sinni,
en sérvizka þessara yfirvalda
ríður ekki við einteyming, og
það væri svo sem ekki nema
eftir þeim að svipta okkur þess-
um merkilega fugli.
Dan hafði skroppið eftir
kjöti handa erninum . .. hann
át upp undir kíló á dag af
fyrsta flokks rifjasteik... og
jægar hann kom til baka, sagði
liann mér að ég þyrfti ekki að
kviða neinu. En engu að síður
var hann líka hræddur um að
lögreglan skildi þetta ekki. Við
fórum að svipast um eftir stað,
þar sem við gætum falið örninn,
en við bjuggum i aðeins einu
lierbergi og í rauninni er íbúð-
um ekki þannig hagað, að auð-
veld sé að finna erni þar fylgsni.
Lögreglan kom fyrst á vett-
vang. Lögregluþjóninn virti örn-
inn fyrir sér; kvað hundahald
og katta vera háð lagaákvæðum,
en að því er hann bezt vissi
væri ekki til neitt lagaákvæði
varðandi alierni. Þegar þessi
hætta var liðin hjá, birtist mað-
urinn frá veiðieftirlitinu. Ernir
voru ekki friðaðir með lögum
í þann tið, svo að hann lýsti
yfir því að málið kæmi sér