Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 116
124
U R YA L
Gyðingur. Hann stjórnaði neðan-
jarðarhreyfingu þeirra þar óg
bjargaði fjölda landa sinna frá
tortímingu með þvi að semja
við nazista. Hann endaði ekki
lif sitt í ofnum eða gasklefum
Auschwitz-búða, heldur hlaut
hann að sæta þeim dapurlegu
örlögum að vera myrtur af Gyð-
ingum sjálfum tólf árum eftir,
að siðari heimsstyrjöld lauk.
Töldu þeir hann hafa átt sam-
starf við Eichmann. Og i deilu
mikilli, sem upp kom i Israel
árið 1957, lýsti Benjamín Halevý
dómari þvi yfir, að Kastner
hefði „selt fjandanumusál sína“
til þess að greiða Eichmann
fyrir lif Gyðinga.
Enginn Gyðingur hitti Eich-
mann jafnoft og dr. Kastner.
Stundum gekk hann á fund hans
dag eftir dag. Og jafnvel nú
eftir dauða sinn afsannar hann
bezt allra hinar siendurteknu
staðhæfingar nazistaböðulsins
um, að hann sé „ekki sekur“.
Kastner reit sem sé skýrslu,
er fylla mundi heila bók, þar
sem hann sýnir fram á, að
Eichmann var ekki einvörðungu
„hermaður, sem framkvæmdi
skipanir annara“, eins og hann
héit fram. Öðru nær: Eftir því
sem Kastner segir, gekk Eich-
mann svo langt í að myrða sem
flesta Gyðinga, að hann beinlín-
is óhlýðnaðist yfirmanni sinum,
Heinrich Himmler.
Það má og kallast kaldhæðni
örlaganna, að Halevý dómari,
sem forsæti hafði i máli Kastn-
ers, situr nú i dómarasæti yfir
„satani“ sjálfum, Adolf Eich-
mann.
Saga Rúdólfs Kastners hvílir
enn sem dimmur skuggi yfir
ísrael og Eiclimann-réttarhöld-
unum, því að hún dregur fram
í dagsljósið kveljandi spurningu,
sem kemur við hjartað í hverj-
um manni: „Er það réttlætan-
legt að gera samning við hinn
vonda i því skyni að bjarga
mannslífum?“
Þeir Rúdólf Kastner og Adolf
Eichmann hittust i fyrsta sinn
árið 1944. Var hinn síðarnefndi
þá nýkominn til Búdapest í
þvi skyni að stjórna hinni „end-
anlegu lausn“ Gyðingavanda-
málsins i Ungverjalandi. Eins og
öll önnur átök um líf og dauða
á valdatínnim nazista cr sagan
af samskiptum þeirra einn
hrærigrautur af undirferli,
ágirnd og hugrekki.
Á striðsárunum var Ungverja-
land samherji Þýzkalands að
nafni til, en ekki meir, og leidd-
ust margir ungverskir Gyðingar
til að trúa því, að stjórn þeirra
mundi aldrei selja þá í hendur
nazistum. En Rúdólf Kastner
gerði sér engar tálvonir. Hann