Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 88
96
ÚR VAL
til a<5 takmarka getnaði, án þess
aS makinn verði þess visari.
Ef mönnum tekst að full-
komna slík iyf, leggja þá eigin-
konur mönnum sínum á herðar
óskoraða ábyrgð á óvelkomnum
þunga? Víst væri það hugsandi,
því að sumar konur verða þess
lítt varar, þótt aukaáhrifa gæti
frá hormónatöflum, svo sem
velgju eða magnleysis. Hins má
þó geta, að talsmenn getnaðar-
varna efast mjög um, að konur
reiði sig nokkru sinni til fulls
á gætni manna sinna í þessum
efnum. Því telja þeir eðlilegt,
að töflur séu notaðar af l)áðum
kynjum.
Sérfræðingar í æxlunarfræð-
um benda og á það, að karl-
menn mundu þurfa langan tíma
til að fella sig við að nota töfl-
ur, sem áhrif hefðu á kynkirtla
þeirra. Þar sem getnaðarlyfið
lamar sæðisfrumurnar eða gerir
þær gagnsláusar, kynni og eðli-
legur ótti að vakna við, að
neyzla lyfsins hefði í för með
sér afbrigðileg eða vanþroska
afkvæmi. Ýmsir vísindamenn
vísa þeim möguleika algerlega
á bug með ])eim rökum, að ó-
fullkomnir sáðlar mundu aldrei
geta komizt að neinu eggi.
Til er það og, að hin nýju
diamínlyf gættu reynzt ómetan-
leg við rannsóknir á ófrjósemi
karla, sakir þess að álirif þeirra
á sæðismyndun líkist mjög á-
hrifum veikinda, hita, kulda,
geðshræringa eða þvílíks. Ef
það reyndist rétt vera og día-
mínið leiddi jafnframt til ó-
brigðulla getnaðarvarnalyfja
banda karlmönnum, — gæti efni
þetta orðið til ómetanlegs gagns
og blessunar fyrir mannkynið.
Nautið og rauða dulan.
Allar tilraunir með dýr benda til, að allir litir og blæbrigði
lita líti eins út fyrir sjónum hinan æðri dýra og gráminn, sem
leggst yfir allt í rökkrinu, fyrir sjónum manna. — Menn einir virð-
ast greina liti. — Nautabanar segja, að það sé ekki rauði liturinn,
sem æsir nautið, heldur það, að dulan er látin vera á iði. Þó að
þeir notuðu blá náttföt eða grænan borðdúk, yrði nautið jafn-
reitt og ef það sæi rauða klæðið. —■ Det Bedste.
SÁ, sem sýnir öðrum manni góðvild, skal vera þögull. Hinn
sem nýtur, á að tala. — Seneca.