Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 136
144
ÚR VAL
einnig fram tæknilegar athugan-
ir. Ef orsök slyssins fyndist,
yrði unnt að ganga örugglegar
frá síðari kjarnaofnum. Af þvi
að ekki var kleift að gera athug-
anir á staðnum neinn tíma að
ráði, var sérstaklega útbúinn
ljósmyndari látinn fara sem
snöggvast inn í salinn, taka
nokkrar myndir og flýta sér út
aftur. Síðan voru myndirnar
rannsakaðar.
Efnafræðingar rannsökuðu
smá sýnishorn. Kopar í skrúfu
á sígarettukveilcjara og úraarm-
bönd af líkunum reyndust
geislavirk, — einnig gull í fing-
urbaug. Málmögn í fötum eins
líksins innihélt frumefnið yttri-
um, sem i þessu tilfelli var til
orðið fyrir kjarnorkuáhrif. Þetta
benti til þess, að ofninn hefði
allt í einu framleitt allt of mikla
orku, klofnun orðið mikils til
of ör. Það útilokaði ekki, að
einhver venjulegri mistök
hefðu komið af stað þessari öru
kjarnorkuverkun.
Með því að nota kyrru mynd-
irnar til leiðbeiningar settu
rannsóknarmennirnir upp kvik-
myndavél og létu hana taka
skyndimynd af umhverfinu. Þá
kom í Ijós, að tappar höfðu
sprungið úr ofnkatlinum og
sum grópin fyrir hemlasteng-
urnar voru opin.
Næsta skrefið 'var að reisa
turn 200 fet frá kjarnaofnsbygg'"
ingunni og rannsaka hana með
fjarstýrðum tækjum. Þaðan gátu
rannsóknarmennirnir athugað
hana með sjónaukum og stjórn-
að tækjum sínum; þeir beindu
ljósi inn um eitt op og kvik-
myndavél inn um annað. Mynd-
irnar sýndu, að kjarninn í ofn-
inum var undinn og út þaninn.
Fjórar hemlustengur voru að
nokkru eða öllu leyti á réttuni
stað. Ein hin næmasta i iniðið,
var fyrir utan kjarnahlaðann.
Hvað hafði gerzt?
Rannsóknarnefndin kom með
nokkrar tilgátur.
Öryggisútbúnaður ofnsins
starfaði ekki til fulls, eins og
tæknifræðingarnir höfðu gert
ráð fyrir. Sérstaklega höfðu
hemlustengurnar staðið á sér.
Nefndin sagði:
„Út frá staðsetningu mann-
anna eftir slysið og áverka
þeirra getum við ekki neitað
þeim möguleika, að einn þeirra
hafi verið að toga upp mið-
stöngina, þegar sprengingin
varð.“
Stóð hún á sér? Var kippt fast
í hana? Losnaði hún allt í einu
og fór of langt? En hvers vegna
var aðeins einn maður við verk,
sem annars ar unnið af tveim-
ur? Hafði einn maður haft afl
til að kippa stönginni út? Svar-
ið við síðustu spurningunni er: