Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 121
SÍÐASTA BRÁÐ EJCHMANNS
129
Er ekki að orðlengja það, að
safnað var gulli og gimsteinum
í sex skrín, og fór Hansí Brand
með það til Bechers. En meðan
þetta fór fram, voru Gyðingar
teknir, hvar sem þeir fyrirfund-
ust í landinu, og þeim hrúgað
saman i bragga í Búdapest. Þar
voru prestar, Zíonítar, leiðtogar
lýðs sins og jafnvel menn, sem
þegar höfðu keypt sér frelsi fyr-
ir ærið fé. Og hálfa milljón ung-
verskra Gyðinga var búið að
fiytja til eyðingarbúðanna i
Auschwitz.
í örvæntingu sinni sendi
Kastner Himmler orð og skýrði
honum frá því, að bandamenn
væru ófáanlegir til að semja,
nema nazistar sýndu, að þeir
ætluðu að standa við orð sin,
með þvi að senda þegar í stað
til Sviss, sem var hlutlaust, iest
hlaðna leiðtogum Gyðinga og
framámönnum. Féllst Himmler
á þetta og skipaði Eichmann að
láta lestina fara.
Þegar verið var að búa þessa
lausnarlest af stað, gaus upp ótti
nokkur meðal Gyðinga sumra.
Töldu þeir þetta brellibragð hjá
nazistum, til þess að geta kom-
izt yfir gull og gimsteina, sem
þeir hefðu ekki haft tök á að
ná í með öðru móti, og kölluðu
lestina „dauðalest“. Til þess að
róa þá fékk Kastner eiginkonu
sina til að fara með hópnum.
Var henni það þó mjög á móti
skapi og bað hann að koma
líka. En hver átti að standa
fyrir því að semja um björgun á
fleiri mannslífum? Kastner varð
eftir.
Áður en lestinni var leyft að
leggja af stað, gat Eichmann þó
ekki stillt sig um að kvelja far-
þegana að gamni sinu. Ferða-
áætlun lestarinnar hljóðaði svo:
„ákvörðunarstaður er Auspitz.“
Svo sem að líkum lætur, var
Auspitz mislesið fyrir Ausch-
witz.“ Gyðingar urðu agndofa
og fengu fyrir mestu náð að
hringja til Kastners. Hann sneri
sér þegar til undirtyllu Eich-
manns og fékk þar skýringu á
málinu. Ákvörðunarstaður lest-
arinnar var ekki Auschwitz,
helrur Auspitz, sem er lítt kunn
skiptistöð i Austurríki.
ÞAÐ kvaldi Kastner mjög að
geta ekki bjargað þeim Gyðing-
um, sem enn voru eftir í Ung-
verjalandi. Morðsveitir Eich-
manns voru nú að tina saman
Gyðinga i úthverfum höfuð-
borgarinnar. En sendiför Jóels
Brands hafði þó ekki orðið til
einskis. Frá Miklagarði var er-
indi hans komið á framfæri við
Roosevelt Bandarikjaforseta.
Sendi hann þegar sérlegan full-
trúa sinn til Tyrklands að kanna
sannleiksgildi sögunnar og skar