Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 165
ÆVINTÝRI MEÐ EÐLUM
173
ekki víð. Hann spurði okkur
hvað við hygðumst fyrir með
fuglinn, og þegar við sögðum
honum það, hristi liann liöfuðið
°g fór.
Það var dýraverndunarmaður-
inn einn, sem við áttum í nokkr-
um örðugleikum við. Hann kvað
sér bera að líta eftir þvi hvort
forsvaranlega væri að erninum
hfiið. Örninn sat á stólbaki, og
þegar maðurinn nálgaðist hann,
tók hann að garga og baksa með
Vængjunum. Vængjahaf hans
var um sex fet og gusturinn af
þeim eins og af vindmillu-
Vængjum. Myndirnar á veggjun-
um féllu niður af nöglum sínum
og bækur ultu út af hiilum, en
við Dan forðuðum okkur frá.
Þegar við fórum að svipast eftir
dýraverndunarmanninum, stóð
hann upp við vegg, miður sín
af hræðslu.
-Ég gat ekki betur séð en
að örninn sé vel haldinn“, sagði
hann. „I guðanna bænum, reyn-
ið að hafa einhvern hemil á
honum á meðan ég er að koma
mér út“.
Sennilega er ég sú eina brúð-
Ur, sem um getur, er þurft hef-
ur að fást við að temja örn
fyrsta lijúskaparár sitt. Á stund-
um lá ég líka andvaka um næt-
Ur og spurði sjálfa mig: „Hvern-
ig má j}að eiginlega vera, að ég
skuli hafa lent í þessu?“
Frá því ég var smátelpa,
hafði ég verið staðráðin i að
gerast leikkona, en í úthverfum
Philadelphiu, þar sem ég ólst
upp, bauðst sviðsjúkri telpu yf-
irleitt ekki tækifæri til þess að
gera drauma sína að veruleika.
Ég reyndi þó eftir megni. Ég
stundaði nám í leikskóla, sam-
tímis því að ég vann sem fyrir-
sæta hjá ýmsum ljósmyndurum
í borginni.
Kvöid nokkurt spurði vin-
stúlka mín, Mary Ludington,
hvort ég vildi koma með sér á
fjöileikasýningu. Hún þekkti
einkennilegan, ungan inann,
Dan Mannix að nafni, er þátt
tók í sýningunni sem sverð-
gleypir.
Það var mjög heitt og margt
um manninn i sýningarsalnum.
Uppi á sviðinu stóð ungur mað-
ur, mikill vexti og nakinn nið-
ur að beitisstað. Hann hélt hátt
neonpípu með ljósi, og skyndi-
lega varð mér ljóst að hann
hugðist gleypa hana. Ég iokaði
augunum, og spurði Mary, þegar
ég heyrði lófaklappið, hvort það
‘væri um garð gengið. Hún játti
því; nú ætlaði hann að gleypa
gríðarstóran tappatogara. Þá
var mér nóg hoðið. „Ég vii
komast út“, sagði ég og ruddist
gegnum mannþröngina, sárgröm