Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 27
DULARFULLT SAMBAND MILLI TVÍBURA
35
irfarandi sögu segir hann sem
dæmi um fjarhrifasamband, sem
alla tið var á milli hans og Joe,
bróður hans:
Svör þeirra við skriflegum
prófum i skólanum voru venju-
lega svo lik, að skólastjórinn
staðhæfði að þeir „svindluðu“.
Er mikil brögð höfðu orðið að
þessu einhverju sinni, ákvað
skólastjóri að láta þá sitja sinn
i hvorri stofu, er þeir áttu að
þreyta próf. Charles tók blað
sitt og starði á það lengi án þess
að hafast nokkuð að.
— Hvers vegna byrjar þú
ekki? spurði prófdómarinn,
sannfærður um, að nú gæti
hann ekkert, fyrst bróðir hans
væri ekki til að hjálpa honum.
— Ég er ekki tilbúinn, svar-
aði Charles og hreyfði sig ekki.
En allt i einu kom skólastjóri
inn og spurði prófdómarann:
— Hvað í ósköpunum hefur
þú gert við prófblaðið hans
Joe?
Blaðið hafði verið lagt ein-
hvers staðar afsíðis, svo að Joe
gat ekki byrjað. En þegar það
fannst og Joe byrjaði, tók Charl-
es til óspiltra málanna lika.
Þeir luku svo prófinu, og
skólastjóri bar saman úrlausn-
irnar. Þetta var þýðing úr lat-
inu, nákvæmlega eins hjá báð-
um. meira að segja sömu vit-
leysurnar.
— Ég veit ekki, hvernig þið
farið að þessu, en að minnsta
kosti „svindluðuð“ þið ekki,
sagði skólastjórinn á eftir.
Slik „fjarhrif", sem vísinda-
menn hafa raunar ekki fylli-
lega fallizt á, að til séu, eru
miklu algengari milli tvibura en
annara manna, og þá er átt við
tvíeggja tvíbura. (í öllum tilfell-
unum, sem frá er sagt hér að
framan, er um að ræða eineggja-
tvíbura.)
Tvíburafæðingar eru hér á
landi (Englandi) ein á móti 87.
Það þýðir, að af hverjum 88
börnum eru einir tvíburar.
(Þessi tala mun vera svipuð hér
á landi.)
En einir tvíburar af hverjum
fjórum eru eineggjatvíburar.
Hinir þrennir eru þroskaðir úr
tveimur eggjum, sem frjóvguð-
ust af tveimur sæðisfrumum af
300 millj., er losnuðu í einu frá
föðurnum. Slíkir tvíburar eru
ekki skyldari en önnur systkin,
geta verið sitt af hvoru kyni,
en það er óhugsanlegt, ef um
eineggja tvíbura er að ræða.
Eineggjatvíburar þroskast
báðir úr sömu frjóvguðu egg-
frumunni, er skiptist í tvennt
snemma á þroskatíma sínum.
Þeir urðu báðir til úr sömu egg-