Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 105
S UÐVRNESJA MENN
113
þurrabúðir höfðu kálgarð, þar
sem ræktaðar voru kartöflur og
gulrófur. — Margar þessar
þurrabúðir hafa verið hyggðar á
óræktarmóum, oft mjög grýttum.
Sást það hezt á grjótgörðunum,
sem hlaðnir voru kringum kál-
garða á þessum býlum, að það
hefur útheimt mikla vinnu, erf-
iði og ástundun að taka landið
til ræktunar.
Sjór var stundaður af kappi,
haust, vetur og vor, en á sumrin
fóru margir í sveit og unnu þar
við heyskap; hefur það án efa
verið góð tilbreyting frá lífinu
við sjóinn, enda þótt sveitavinn-
an væri erfið i þá daga, bæði
langur vinnudagur og oft erfið-
ur. Á haustin var aðallega róið
á 2ja og 4ra manna förum, 2
til 5 menn á bát eftir stærð
báttsins. Var þá aðaliega notuð
lína (lóð, sem þá var kölluð) og
beitan öðuskel, sem rak upp á
fjöruna, þegar vont var í sjó,
brim eða hvöss norðanátt. Var
beita þessi tind af kappi miklu,
jafnt nætnr sem daga; komu
menn oft illa til reika úr þeim
ferðum, því að þá þekktust ekki
stígvél til að hlífa sér með, Sum-
ir fóru í beitutúra á haustin til
að ná i krækling, ýmist upp á
Kjalarnes eða i Hvalfjörð; voru
það oft svaðilfarir, sem kostuðu
stundum lífið. Á þessum árstíma-
haustinu, voru oftast svokallaðir
næturróðrar; var þá oft farið úr
landi löngu fyrir dögun og
stundum það snemma, að menn
voru komnir í land úr róðrinum
í dögun eða áður en lýsa tók
af degi. Hafa það líka oft verið
svaðilfarir, því að stundum
breytti til um veður í dögunina,
þegar hægviðri var búið að vera
alla nóttina. Við línudrátttinn i
myrkrinu var oft þvarg og
hendur stundum látnar slcipta,
enda þá ómögulegt að greiða í
sundur á sjónum, þegar lóðir
voru þræddar saman. Þessir
næturróðrar voru hvimleiðir og
mörgum iila við þá; en það var
álitið, að betur fiskaðist i dimm-
unni, svo að lítil fiskivon var
fyrir þá, er ætluðu að leggja
iinuna, þegar bjart var orðið
af degi, á særingarnar eftir þá,
er voru búnir að draga sínar
lóðir. Á vetrarvertiðum var
yfirleitt róið á stærri fleytum,
mest sexmannaförum með 7
menn og áttæringum með 9
menn. Var þá jafnan hugsað um
að hafa seglaútbúnað sem bezt-
an, þvi að oft þurfti á seglum
að halda til að geta bjargað sér
að landi, þegar mótvindur var.
— Þurfti bæði leikni, útsjón og
viðbragðsflýti að vera góður
seglamaður á opnu skipi, svo að
um líf eða dauða skipshafnar-
innar gat verið að tefla. Reið
þá jafnan mest á manninum,