Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 128
136
U R VA L
Því, sem verst eru farnir, sjá him-
in einungis i litbreytingarlaus-
um blæbrigðum af gráu. Sumir
lifa alla ævina í draugalegum
heimi, þar sem allt er með mis-
munandi rauðum eða grænum lit-
brigðum. Þó að ótrúlegt kunni að
virðast, lifa margir alla ævina
svo, að þeir hafa ekki hugmynd
um þessa vöntun sína.
Þótt litblinda sé oft takmörkuð,
og unnt sé að bæta hana upp í
sunram tilfellum og hún komi
snemma í ljós, sé hún á háu stigi,
er það samt svo, að i æ meiri „lit-
vitandi“ heimi eiga hinir lit-
blindu við alvarleg vandamál að
etja.
Mörg störf við járnbrautir, sigl-
ingar og flug eru þessum mönn-
um lokuð. Þeir geta ekfci starfað
við lit- eða málningariðnað. Raf-
leiðslur eru auðkenndar með lit-
um, símtengingar með 26 mis-
munandi litapörum, svo að þeir
geta ekki orðið símaviðgerðar-
menn eða útvarps- og sjónvarps-
virkjar. Við ræktun krefst val og
flokkun fullþroska ávaxta góðs
litarskyns, svo að ekki geta lit-
blindir innt þau störf af hendi.
Næmleiki á liti er mikilvægur
i læknisfræði, þegar hæfni til að
greina milli smávægilegra lit-
brigða getur ráðið úrslitum um
lif eða dau|ða. Rétt sjúkdóms-
greining krefst oft skynbragðs á
litbrigði húðar og liffæra, og ein-
kennin geta alveg farið fram hjá
lækni, sem er með ófullkomið
litskyn.
Litblindir bílstjórar voru
hættulegir lífi manna og hinum
unz einhver snjall maður tók upp
það, fyrirkomulag, sem nú er
orðið alþjóðlegt, að setja rauða
umferðarljósið fyrir ofan það
græna. Þegar ljósin eru hlið við
hlið er það venja að hafa það
rauða til vinstri.
En nýliðar, sem hafa ekki van-
izt því að gæta að staðsetningu,
heldur litum, falla stundum á bíl-
prófi fyrir það að aka yfir á
rauðu ljósi i þeirri trú, að það
væri grænt.
Litblinda er ættgeng. Eins og
síblæði gengur hún í karllegg frá
mæðrum, sem sjálfar eru ó-
snortnar af þessum ágöRum.
Fjórir til átta af hundraði allra
karlmanna eru fæddir með lit-
blindu samkvæmt ýtarlegum
rannsóknum.
Þrátt fyrir fullyrðingar lang-
þjáðra húsamálara og innanhúss-
arkitekta er minna en ein kona
af hundraði litblind. Þessi ágalli
hefur lengi verið talinn með-
fæddur og ólæknandi. En á síð-
ustu árum hafa visindamenn
komizt að ýmsu varðandi hið
sanna eðli litblindu, og það get-