Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 125
SÍÐASTA líRÁÐ EICHMANNS
133
t>á skyssu að reyna að koma
henni undan í stað þess að
leggja hana fram ásamt öðrum
skjölum. Þegar Tamír fékk
skýrsluna í liendur frá Þýzka-
landi, varð Kastner staðinn að
hálfyrðum nokkrum, er unnt var
að afbaka sem liaugalygi. Jafn-
vel Jóel Brand, sem stóð við
hlið Kastners á öllum baráttu-
árum þeirra, áfelltist hann fyrir
að bera í bætifláka fyrir Becher.
„Heit sín við nazista á enginn
að halda!“ sagði Brand.
Halevý dómari studdi Griin-
wald, en sakfelldi Kastner í öll-
um atriðum nema að því er
varðaði stuldinn á lausnargjald-
inu. Stjórn fsraels hrökklaðist
frá völdum, og við næstu kosn-
ingar blöstu hvarvetna við
spjöld, þar sem varað var við
„kastnerisma“.
Kastner sagði af sér öllum
opinberum störfum og skaut
máli sínu til æðri réttar. Hann
var þess fullviss, að dómi Hale-
výs yrði hnekkt. Sú varð líka
raunin á, — en Kastner lifði
ekki að heyra það. Honum hafði
verið fenginn lífvörður, en eftir
nokkra mánuði baðst hann þess
að mega fara einn ferða sinna.
Þá var það árla morguns hinn
4. marz 1957, að dr. Kastner
var á leið heim til sin i Tel
Aviv. En þar bjó hann með
konu sinni og dóttur i þriggja
herbergja íbúð, sem þakklátir
Gyðingar höfðu gefið honum
fyrir þátt hans í að bjarga þeim
frá banaklefum Eichmanns. Allt
i einu gekk ungur maður i veg
fyrir hann.
„Eruð þér Kastner?" spurði
hann hæversklega.
„Já,“ svaraði hann.
Án þess að mæla orð frá vör-
um dró hinn ókunni maður
fram skammbyssu, miðaði henni
á Kastner og þrýsti á gikkinn.
En svo kynleg'a vildi til, að
skotið hljóp ekki úr byssunni.
Kastner tók á rás upp á líf og
dauða. Aftur þrýsti árásarmað-
urinn á gikkinn. Nú reið skotið
af, og dr. Kastner hneig liel-
særður niður á dyraþrepin við
hús sitt.
Skyttan unga flúði í jeppa,
sem beið nærri. Kastner lézt
ellefu dögum síðar, en lögregl-
an hafði hendur í hári bana-
manna hans. Sitja nú þrír þeirra
í ævilöngu fangtelsi. Höfðu þeir
verið æstir upp til verksins af
gömlum ofbeldismanni, sem
vildi kollvarpa rikisstjórninni.
Skömmu eftir morð hans
sýknaði hæstiréttur ísraels Rúd-
ólf Kastner af öllum ákærum,
— nema vitnisburði hans í
máli Bechers.
Einum dómaranna varð að
orði: „Hver fær séð inn í sál
annarra?“