Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 166
174
ÚR VAL
vinkonu minni fyrir atS gabba
mig til að horfa á svo viður-
styggileg sýningaratriði.
Viku síðar hittumst við Dan
í boði heima hjá Mary. Fyrst
í stað hafði ég einna helzt gam-
an af honum. Hann átti mjög
svo óvenjulega ævi að baki.
Faðir hans var aðmíráll; Dan
og móðir hans urðu að fylgja
flota hans eftir milli hafna og
af því leiddi svo, meðal annars,
að Dan hafði stundað nám í
tólf skólum, þegar hann var
tíu ára að aldri. Lakara ar þó
það, að hann var svo bráðvax-
inn — tæp sex fet á hæð þegar
hann var tólf ára — að krakkar
á svipuðu reki litu á hann sem
klunnalegan tröllakróga. Gerðu
þau því ýmist að leiða hann hjá
sér eða erta hann, svo hann
gerðist ómannblendinn og leit-
aði athvarfs i bókum. Hann
hafði einnig yndi af að umgang-
ast dýr og var þeim ákaflega
góður — ef til vill leitaði hann
þar þess félagsskapar, sem jafn-
aldrar hans vildu ekki veita
honum.
Við hitfumst oft næstu vikurn-
ar og ég kynntist honum nánar.
Fyrst leit ég hann sem kátbros-
legan og barnalegan trúð, en
komst brátt að raun um að þar
var hann ekki allur eins og
hann var séður. Fróðleiksfýsnin
var honum árátta. Þegar hann
kynntist einhverju, sem var
honum framandlegt, varð hann
að rannsaka það sem nánast.
Hann hafði snemma fengið á-
huga á dulvisi, töfrum og töfra-
brögðum og brátt skildist hon-
um að góðir fjölleikamenn
kynnu flestir þær listir, sem
sagt var í fræðibókum um þessi
efni að ekki væri á annarra færi
að leika en langþjálfaðra, ind-
verskra faldra.
En hvernig var farið að þvi
— það varð hann að vita, og
þessegna gekk hann í hóp með
þessum fjölleikamönnum og
lærði af þeim, unz hann gat
leikið Iistirnar sjálfur. Nú vann
hann að bók um þetta efni, og
þegar henni væri lokið hugðist
hann skreppa til Indlands til að
kynnast töfrabrögðum og listum
fakiranna af eigin raun. Við
ræddum fyrirætlanir okkar og
gengum út frá þvi sem gefnu
að leiðir okkar hlyti að skilja,
en vorum þó bæði eirðarlaus
ef við sáumst ekki í sólarhring.
Eftir að ég fluttist til New York
til að fullnuma mig í leiklist-
inni, varð lengra á milli þess að
við fundumst, og í fyrsta skipt-
ið sem hann kom að heim-
sækja mig, lá við sjálft að ég
yrði mér til skammar, er ég
varpaði mér i faðm hans á al-
mannafæri. Við áttum einkenni-
lega vel saman; það var eins og