Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 99
SKO TTULÆKNINGAR
107
um hettusótt, sem á barnsaldri
er óþægileg, en á fullorðinsaldri
getur valdið ófrjóscmi hjá báð-
um kynjum, einkum körlum.
Margir læknar telja, að þýzkir
mislingar á fyrstu þremur mán-
uðum meðgöngutimans geti vald-
ið vansköpun á fóstrinu, einkum
geti heilinn og hin sérstöku skyn-
færi orðið fyrir áhrifum, en þau
þroskast einmitt hratt á þessu
tímabili.
Amma hefur eklci alltaf rangt
fyrir sér, en ekki heldur rétt.
Heimalækningar munu að lík-
indum alltaf eiga þátt í stríði
manna við verki og veildndi.
Læknar gera ekki ráð fyrir og
óska ekki eftir, að fólk jijóti
til þeirra vegna smávegis óþæg-
inda, smámeiðsla eða lítilsháttar
verkja og eymsla. Það er skyn-
samlegt að nota einföld, örugg
heimaráð við slíkt.
Aiþýðulækningar hafa lagt
visindalegri læknisfræði margt
gagnlegt tiL Þær munu halda
áfram að njóta hylli, meðan göt
©ru til í vísindalega þekkingu
okkar. En alþýðulækningar geta
líka gert mikinn skaða.
Margir alvarlegir sjúkdómar
fara hægt af stað. Það er mikil-
vægt að vita, hvenær ekki á að
treysta á hefðbundnar heima-
lækningar. Þó að fæstar þeirra
geti gert beint tjón, getur mikil
hætta verið fólgin í því að
treysta um of á þær og of lengi
og glata þannig dýrmætum tíma.
Heimalækningar verður að
tempra af skynsemi, og í vafa-
tilfellum, er skynsamlegast að
leita sér visindalegrar meðferðar.
Ein versta afleiðing trúarinn-
ar á óvisindaleg meðul er sú,
„að margir sjúklingar hafa
tröllatrú á gagnslausum meðul-
um, og svo, þegar þau færa eng-
an bata, verða þcir tortryggnir
gagnvart allri boðinni hjálp,
jafnvel beztu læknisáðgerðum.
Næstum heimingur allra liða-
gigtarsjúklinga fer á mis við
læknisaðgerðir, af því að þeir
trúa, að lítið sem ekkert sé unnt
að gera fyrir þá“ segir Frétta-
blað bandaríska læknafélagsins
(American Medical Association
News) 3. okt. 1960.
Þakklátssemi læknavísinda við
athuganir leikmanna hefur oft
verið viðurkennd. Frægt dæmi
um það er gamla konan i Shrops-
hire, sem sauð te af blöðum
villts refaglóva, sem vex með-
fram vegum á Englandi, og varð
kunn fyrir lækningar sínar á
„vatnssýki“.
Læknir í nágrenninu, dr.
William Witherning, sem tekið
hafði eftir árangri hennar,
reyndi aðferðina sjálfur, og