Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 117
SÍÐASTA BRÁÐ EICHMANNS
125
var ritstjóri eina Zionistadag-
blaðsins i Mið-Evrópu og hafði
glöggt auga heimsmannsins fyrir
gangi mála. Hann var sannfærð-
ur um, að öllum Gyðingum í
Evrópu væri bani búinn.
Þau hjónin þráðu að eignast
barn, en þó fannst þeim þau
ekki geta borið barn í heiminn,
fyrr en veldi Hitlers væri brot-
ið. Eftir að Kastner var kunnur
orðinn, fór hann til Búdapest,
en þar hafði Zionistahreyfing-
unni verið leyft að halda áfram
starfsemi sinni. í Búdapest
kynntist hann merkilegum hjón-
um, þeim Jóel og Hansí Brand:
Skipulögðu þau öll í sameiningu
aðgerðir til að hjálpa þeim fjöl-
mörgu Gyðingum, er sifellt
streymdu yfir landamærin frá
Póllandi. En þeir fluttu með
sér fyrstu fregnirnar af hinum
skipulögðu morðum nazista.
Annaðist Kastner alla samninga
og munnlega fyrirgreiðslu, en
Brand fremur hið verklega, svo
sem það að falsa skjöl og út-
vega flóttamönnunum felustaði.
Þannig liðu tvö ár í sífelldri
baráttu, meðan handbendi Eich-
manns slátruðu Gyðingum í ná-
grannalöndunum. En á þeim
tima var tíu þúsund erlendum
Gyðingum smyglað inn í Búda-
pest. Frú Hansí Brand tókst að
koma á fót tólf flóttabarnaheim-
ilum. Nú rekur hún munaðar-
leysingjahæli í Tel Aviv.
LOKS kom röðin að Ungverja-
landi, í marz árið 1944. Eich-
mann settist að í Majestic-gisti-
húsi og stjórnaði með eigin
hendi leiftursókn g'egn ung-
verskum Gyðingum í því skyni
að gereyða þeim, áður en sókn-
arher Rússa fengi komið þeim
til hjálpar. Einn af aðstoðar-
mönnum hans var Dieter von
Wislicený barón, músíkalskur
náungi, er sagður var frændi
Himmers.
Tveimur árum fyrr en þetta
gerðist hafði Iíastner komizt á
snoðir um það fyrir milligöngu
Wislicenýs baróns að nazistar
mundu tilleiðanlegir að selja
Gyðingum líf gegn gjaldi. Og
þegar hér var komið sögu, hafði
baróninn þegar hirt þóknun, er
nema mundi fimm milljónum
isl. króna, frá björgunarfyrir-
tæki þeirra Brands og Kastners
gegn l>vi að tefja brottflutning
Gyðinga í sínu umdæmi. Fyrir
bragðið höfðu um tuttugu þús-
undir þeirra fengið eins árs
frest.
Þegar nú baróninn var setztur
að í Búdapest, bauð hann þeim
félögum þjónustu sina þegar í
stað og lofaði að tala máli
þeirra við Himmler •—■ fyrir
peninga. Þeir Kastner og Brand
söfnuðu í flýti 200.000 dollurum