Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 26
34
ÚR VAL
urnar voru aldrei langt hvor frá
annari, svo að allar hugsanir,
sem vöknuðu í huga Dorothy,
og þau líkamlegu einkenni, er
hún fann höfðu getað stafað
af eðlilegu ytra sambandi þeirra
í milli án nokkurra „hugrænna
útvarpssendinga á borð við
fjarhrif.
Til er annað dæmi svipað
þessu. Tvíburasystur, óþekkjan-
legar sundur, sem áttu heima
hvor í sínum landshluta,
kenndu báðar hins sama, meðan
aðeins önnur þeirra gekk með
barn. Sú, sem var ekki vanfær,
lifði meira að segja upp barns-
burðinn með systur sinni.
En sú systirin, sem barnið
átti, hafði viku yfir. En liin
kenndi fæðingarþjáninganna
viku áður en barn systurinnar
fæddist, einmitt á þeim tíma,
sem hún bjóst við, að það mundi
fæðast.
Þetta þykir nægileg sönnun
fyrir hinu stranga valdi hugans
yfir likamanum, en ekki þykir
þetta nógu sterk sönnun fyrir
raunverulegum fjarhrifum.
Meira er að græða á sögunni
um tvíburabræður, sem tveggja
ára gamlir voru aðskildir og
settir í fóstur sinn hjá hvorum
fósturforeldrunum í Suður-
London.
Hvorugum var nokkurn tíma
sagt nokkuð um hinn bróðurinn
en samt var það svo, að einkum
annar þeirra, Brian Newham,
fann til ólýsanlegrar eftirsjár
eftir „hinum helmingnum af
sér“ — Það var eitthvað í lífi
minu, sem fékkst eklti til að
passa, sagði hann seinna, og
stundum fannst mér þessi til-
finning hreint óbærileg."
Fyrir skemmstu, er Brian
Newham var kominn til full-
orðinsára, ákvað hann að gera
eitthvað til að fá endi bundinn
á þetta undarlega ástand; Hann
ritaði yfirvöldum Lundúnaborg-
ar og spurðist fyrir um uppruna
sinn. Þá fékk hann í fyrsta sinn
að vita, að hann átti tvíbura-
bróður, og gat haft upp á hon-
um.
Voru þetta fjarhrif?
Þegar litið er á þetta mál frá
sjónarmiði vísindanna, hlýtur
að vakna nokkur efi um, að svo
hafi verið þrátt fyrir allt. Brian
hefur getað haft hálfmeðvitaða
minningu um bróður sinn, Der-
ek, sem kom upp á yfirborð
vitundarlífsins sem undarleg
eftirsjártilfinning eða söknuður.
Minni vafi virðist leika á um
Crailbræðurna í Kaliforníu.
Þessir drengir voru aldir upp
saman með eðlilegum hætti, og
annar þeirra, Charles, varð með
tímanum hæstaréttardómari. Eft-